Praxiteles

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Endurgerð stytta af Apolloni.

Praxiteles var forngrískur myndhöggvari sem talið er að hafi látist um 370 f.Kr. Hann var talinn einn ágætasti listamaður síns tíma og var þekktur fyrir snilldarlega meðhöndlun á marmara, en úr honum hjó hann þokkafullar myndir af guðum og gyðjum. Af þeim má nefna Afródítu frá Knídos, sem þekkt er af rómverskum eftirmyndum, m.a. í Vatíkaninu, og Hermes og Díonýsosbarnið sem fannst í Ólympíu 1877 og er talin frummynd. Fryne hét fræg hofgleðikona (hetaera) sem var þekkt fyrir fegurð sína og ríkidæmi í Aþenu. Hún er talin hafa setið fyrir hjá Praxiteles og Apelles sem fyrirmynd að Afródítu.

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.