Pompeius

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Brjóstmynd af Pompeius mikla
Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir yfirlit yfir aðrar merkingar „Pompeius“

Gnajus Pompeius mikli (latína: CN·POMPEIVS·CN·F·SEX·N·MAGNVS, Gnaeus eða Cnaeus Pompeius Magnus) (29. september 106 f.Kr.29. september 48 f.Kr.) var rómverskur stjórnmálamaður og herforingi, sem í bandalagi við Júlíus Caesar og Markús Crassus myndaði þrístjóraveldið fyrra. Eftir lát Crassusar stríddu Pompeius og Caesar um völdin og enduðu þau átök með sigri Caesars, sem varð einvaldur yfir Rómaveldi, en Pompeius flúði til Egyptalands, þar sem hann var síðar myrtur.

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.