Pelé

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pelé
Upplýsingar
Fullt nafn Edson Arantes do Nascimento
Fæðingardagur 23. október 1940(1940-10-23)
Fæðingarstaður    Três Corações, Minas Gerais, Brasilía
Dánardagur    29. desember 2022 (82 ára)
Dánarstaður    São Paulo, Brasilíu
Hæð 1,73m
Leikstaða Framherji
Yngriflokkaferill
1953-1956 Bauru
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1956-1974 Santos FC 638 (619)
1975-1977 New York Cosmos 56 (31)
Landsliðsferill
1957-1971 Brasilía 92 (77)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Edson Arantes do Nascimento eða Pelé (f. 23. október 1940, d. 29. desember 2022) var brasilískur knattspyrnumaður. Hann spilaði sem framherji og er talinn einn bestu leikmanna allra tíma. Hann skoraði 1.281 mörk í 1.366 leikjum en sumir leikjanna voru óopinberir. Guinness heimsmetabókin viðurkennir metið en FIFA ekki. Samt sem áður er hann meðal markahæstjt manna allra tíma.

Pelé hóf að spila með brasilíska liðinu Santos FC aðeins 15 ára gamall og brasilíska landsliðinu 16 ára gamall. Með Santos vann hann 6 brasilíska deildartitla, ásamt fleiri titlum í fylkinu Sao Paulo (Campeonato Paulista keppnin) og bikartitla.

Hann vann 3 heimsmeistaratitla með landsliðinu: 1958, 1962 og 1970. Eftir að hann lagði skóna á hilluna starfaði hann í þágu knattspyrnu á ýmsan máta.

Pelé lést árið 2022 en hann hafði glímt við veikindi síðustu árin. [1]

Árið 1991 heimsótti hann Ísland og fór víða um landið og kynnti sér knattspyrnu. [2]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. BBC News - Pele: Brazil football legend dies aged 82
  2. Hringferð svörtu perlunnar á klakann Lemúrinn.
  Þessi knattspyrnugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.