Paul Benacerraf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Paul Benacerraf er bandarískur heimspekingur og prófessor við Princeton University. Hann kenndi við Princton um nokkurra áratuga skeið og er nú professor emeritus.

Benacerraf fæddist í París í Frakklandi. Foreldrar hans voru gyðingar frá Marokkó. Bróðir Benacerrafs er Nóbelsverðlaunahafinn Baruj Benacerraf.

Benacerraf fæst einkum við stærðfræðilega rökfræði og heimspeki stærðfræðinnar. Hann er ef til vill þekktastur fyrir grein sína „what numbers could not be“ og fyrir vinsælt greinasafn um heimspeki stærðfræðinnar, sem hann ritstýrði ásamt Hilary Putnam.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.