Patton Oswalt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Patton Oswalt
Upplýsingar
Fæddur27. janúar 1969 (1969-01-27) (55 ára)
Ár virkur1988 -
Helstu hlutverk
Remy í Ratatouille
Spence Olchin í The King of Queens
Thrasher í Robotomy

Patton Oswalt (fæddur 27. janúar 1969 ) er bandarískur leikari, raddleikari, uppistandari, handritshöfundur og rithöfundur sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Ratatouille, Robotomy og The King of Queens.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Oswalt fæddist í Portsmouth, Virginía en ólst einnig upp í Ohio og Kaliforníu. Stundaði hann nám í ensku við College of William and Mary.

Patton hefur verið giftur Michelle Eileen McNamara síðan 2005 og saman eiga þau eitt barn.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Handritshöfundur[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta sjónvarpshandrit Owalts var árið 1994 fyrir Small Doses. Hefur hann síðan þá skrifað handrit fyrir Lottery, MADtv frá 1995-1997, MTV Special: 'Dodgeball – A True Underdog Story', The Comedians of Comedy og Human Giant.

Rithöfundur[breyta | breyta frumkóða]

Oswalt skrifaði teiknimyndasöguna JLA: Welcome to the Working Week sem var gefin út af DC Comics árið 2003. Árið 2010 kom út önnur teiknimyndasaga eftir hann sem heitir Serenity: Float Out og var gefin út af Dark Horse Comics. Hefur hann einnig verið meðhöfundur að þremur bókum The Overrated Book, The Goon noir og The Rock Bible: Unholy Scripture for Fans & Bands. Árið 2011 gaf Oswalt út fyrstu bók sína sem heitir Zombie Spaceship Wasteland.

Uppistand[breyta | breyta frumkóða]

Oswalt byrjaði að koma fram sem uppistandari á seinni hluta níunda áratugarins eða í byrjun tíunda áratugarins.[1] Umræðuefni uppistanda Oswalts teygir sig yfir fjölbreytt efni frá teiknimyndasögum og yfir í alvarleg samfélags vandmál bandaríkjanna.

Árið 2004, gaf Oswalt út grínplötuna Feelin' Kinda Patton og síðan kom lengri óklippt útgáfa seinna á árinu sem hét 222 (Live & Uncut). Gaf hann einnig út No Reason to Complain sama ár. Árið 2005, gaf Oswalt út í samstarfi við Zach Galifianakis lengri útgáfu af leikriti (Extended play) sem heitir Patton vs. Alcohol vs. Zach vs. Patton og má finna á tveimur safnverkum, The Un & Only og The Good, the Bad and the Drugly. Þann 10. Júlí 2007, gaf Patton út sína aðra grínplötu sem heitir Werewolves and Lollipops. [2]

Árið 2004, ferðaðist Oswalt um bandaríkin ásamt Zach Galifianakis, Brian Posehn og Maria Bamford til að sýna Comedians of Comedy. Hópurinn kom fram á fámennum stöðum í stað dýra grínklúbba. Um haustið 2004 var ferðlagið tekið upp og gefið út sem heimildarmynd árið eftir. Á ferðlaginu komu fram þekktir gestauppistandarar á borð við Blaine Capatch, David Cross, Rob Gasper, Bobby Tisdale og Todd Barry.

Árið 2004 var hluti af uppistandi Oswalts sýnt á sjónvarpsstöðinni Comedy Central í teiknimyndaþættinum Shorties Watchin' Shorties. Oswalt kom einnig fram sem lögfræðingur í grínþættinum Lewis Black's Root of All Evil á sjónvarpstöðinni.

Þann 28. febrúar , 2009, tók Oswalt upp þriðju gamanplötu sína sem var frumsýnd 23. ágúst 2009 á Comedy Central sem Patton Oswalt: My Weakness is Strong og var einnig gefið út á DVD á samatíma.[3]

Nýjasta gamanplata Oswalts, Patton Oswalt: Finest Hour, var gefin út 19. september, 2011. Lengri og óklippta DVD útgáfan var gefin út í apríl 2012 nokkrum dögum eftir frumsýningu á Comedy Central.[4]

Sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta sjónvarpshlutverk Oswalt var árið 1994 í Small Doses. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Seinfeld, The Weird Al Show, Crank Yankers, Kim Possible, American Dad, Dollhouse, Community, United States of Tara, Simpsonfjölskyldan, Two and a Half Men og Justified.

Frá 1998-2007 lék Oswalt, Spence Olchin í gamanþættinum The King of Queens.

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta kvikmyndahlutverk Oswalt var árið 1995 í Mind Control. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Magnolia, Zoolander, Calendar Girls, Blade: Trinity, Ratatouille, The Informant, A Very Harold & Kumar 3D Christmas og Internet Troll with Patton Oswalt.

Kvikmyndir og sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1995 Mind Control ónefnt hlutverk
1996 Quarratine ónefnt hlutverk
1996 Down Periscope Stingray útvarpsmaður
1998 Vermin ónefnt hlutverk
1999 Magnolia Delmer Darion
1999 Man on the Moon Verkamaður (Blue collar guy)
2000 Desperate But Not Serious Auteur nr. 1
2001 Zoolander Apa ljósmyndari
2002 Run Ronnie Run Dozer – klippari nr. 1
2002 The Vinyl Battle Disc Jockey
2002 Zig Zag Shelly
2003 Calendar Girls Larry
2004 Starsky & Husky Disco DJ
2004 See This Movie Felix
2004 Taxi Afgreiðslumaður á skrifstofu lögreglu
2004 Blade: Trinity Hedges
2006 Failure to Lunch Tæknimaður
2007 Sex and Death 101 Fred
2007 Reno 911!: Miami Jeff Spoder
2007 Greetings from Earth Roger
2007 Ratatouille Remy Talaði inn á
2007 Balls of Fury Hammer
2008 All Roads Lead Home Milo
2009 Big Fan Paul Aufiero
2009 Observe and Report Toast A Bun framkvæmdastjóri
2009 Al´s Brain in 3-D Samstarfsmaður
2009 The Informant Ed Herbst
2011 Two Men Have a Conversation ónefnt hlutverk
2011 A Very Harold & Kumar 3D Christmas Jólasveinn í verslunarmiðstöð
2011 Young Adult Matt Freehauf
2012 Nature Calls Randy
2012 First Commenter ónefnt hlutverk
2012 Internet Troll with Patton Oswalt Patton Oswalt
2012 Seeking a Friend for the End of the World Roache
2013 Odd Thomas Ozzie P. Boone Kvikmyndatökum lokið
2013 The Secret Life of Walter Mitty ónefnt hlutverk Í eftirvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1994 Small Doses ónefnt hlutverk Sjónvarpssería
1994 Seinfeld Afgreiðslumaður Þáttur: The Couch
1995 MADtv Maður í hjólastól Þáttur nr. 1.5.
1996 Lottery ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
1996 Sleep ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
1996 NewsRadio Maður Þáttur: The Trainer
1997 The Weird Al Show Seymour Þáttur: Bad Influence
sem Patton P. Oswalt
1998 Pulp Comics: Margaret Cho Ýmsar persónur Sjónvarpsmynd
1998 Dr. Katz, Professional Therpist Patton 2 þættir
1996-1998 Mr. Show with Bob and David Frægur Mortimer / Maður á veitingastað 2 þættir
2000 Super Nerds Leslie Sjónvarpsmynd
2000 Batman Beyond Eldon Michaels Þáttur: Sentries of the Last Cosmos
Talaði inn á
2002 The Man Show Weepum Buzzkillus Þáttur: Juggy Car Wash
óskráður á lista
2002 Home Movies Helmet Þáttur: Renaissance
Talaði inn á
2002-2003 Crank Yankers Boomer 4 þættir
2004 The Fairly OddParents Crimson Chin rithöfundur Þáttur: The Big Superhero Wish!
2000-2004 Static Shock Specs 3 þættir
2004 Tom Goes to the Mayor Zynx Þáttur: Pioneer Island
Talaði inn á
2005 Cheap Seats: Without Ron Parker Carter Bogie Þáttur: Putt-Putt/Double Dutch
2006 Channel 101 Lenny Loves Carbs maður Sjónvarpsmynd
2006 Clark and Michael Fasteignasali Sjónvarpssería
2006 The Amazing Screw-On Head Mr. Groin Talaði inn á
2006 Squidbillies ónefnt hlutverk Þáttur: Survival of the Dumbest
Talaði inn á
sem Shecky Chucklestein
2003-2006 Aqua Teen Hunger Force DP/Ezekial/Skeeter/Frat Aliens 3 þættir
Talaði inn á
sem Shecky Chucklestein
1998-2007 The King of Queens Spence Olchin 122 þættir
2007 Human Giant Háskólanemi/The Wire aðdáendi/Let´s og aðdáendi 3 þættir
Talaði inn á
2007 SpongeBob SquarePants Jim Þáttur: The Original Fry Cook/Night Light
2003-2007 Kim Possible Prófessor Dementor 10 þættir
2007 Reaper Leon Þáttur: Leon
2006-2007 The Batman Cosmo Krank/Leikfangasmiður 2 þættir
Talaði inn á
2007-2008 American Dad Starfsmaður kvikmyndahús 2 þættir
Talaði inn á
2007-2008 Tim and Eric Awesome Show, Great Job Joshua Beard 3 þættir
2009 Fight of the Conchords eftirherma Elton John Þáttur: Prime Minister
2004-2009 Reno 911! Boozehammer of Galen/Jillet-Ben Coe/Snobbaður kvikmyndaáhugamaður í árekstri 10 þættir
2009 Iron Chef America: The Series ónefnt hlutverk Þáttur: Symon vs. Nawab: Pineapple
2009 The Venture Bros. Wonderboy Þáttur: Self-Medication
2009 Dollhouse Joel Mynor 2 þættir
2010 The Sarah Silverman Program Vincent Van maður Þáttur: A Good Van Is Hard to Find
2010 Neighbors from Hell Pazuzu 10 þættir
2009-2010 Community Karlhjúkrunarfræðingur 2 þættir
2010 Caprica Baxter Sarno 6 þættir
2010 Glenn Martin DDS Sjálfboðaliði Þáttur: Volunteers
Talaði inn á
2010-2011 Robotomy Thrasher 10 þættir
Talaði inn á
2009-2011 United States of Tara Neil 21 þættir
2011 Futurama Óaðlaðandi risaskrímsli Þáttur: Benderama
Talaði inn á
2011 Jon Benjamin Has a Van Steven Drears Þáttur: House on the Lake
2009-2011 Bored to Death Howard Baker 4 þættir
2011 The Heart, She Holler Hurlan 6 þættir
2011 Raising Hope Rubin Þáttur: Bro-gurt
2012 The High Fructose Adventures of Annoying Orange Clyde the Pac Man draugur Þáttur: Generic Holiday Special
Talaði inn á
2007-2012 WordGirl Tobey 25 þættir
2012 Bob´s Burger Moody Foodie Þáttur: Moody Foodie
Talaði inn á
2012 Metalocalypse ónefnt hlutverk 2 þættir
2012 Simpsonfjölskyldan T-Rex Þáttur: The Day the Earth Stood Cool
Talaði inn á
2012 Two and a Half Men Billy Stanhope 4 þættir
2012 Burn Notice Colin Schmidt/Calvin Schmidt 3 þættir
2013 The Newsroom Jonas Pfeiffer Þáttur: First Thing We Do, Let´s Kill All the Lawyers
2013 Portlandia Thor83 2 þættir
2013 Justified Lögregluþjóninn Bob Sweeney 2 þættir

Útgáfa[breyta | breyta frumkóða]

Plötur[breyta | breyta frumkóða]

  • 222 (Live & Uncut) (2003)
  • Feelin' Kinda Patton (2004)
  • Werewolves and Lollipops (2007)
  • My Weakness Is Strong (2009)
  • Finest Hour (2011)

Lengri útgáfa leikrits (Extended play)[breyta | breyta frumkóða]

Safnverk[breyta | breyta frumkóða]

DVD[breyta | breyta frumkóða]

  • No Reason to Complain (2004)
  • My Weakness Is Strong (2009)
  • Finest Hour (2012)

DVD framkoma[breyta | breyta frumkóða]

  • Rock Against Bush, Vol. 2 (2004)[9]
  • The Comedians of Comedy: Live at the El Rey (2005)
  • The Comedians of Comedy: Live at the Troubadour (2007)

Bækur[breyta | breyta frumkóða]

  • JLA: Welcome to the Working Week (DC Comics, 2003)
  • The Overrated Book (meðhöfundur með Henry H. Owings, 2006)
  • The Goon noir (meðhöfundur með Thomas Lennon, Steve Niles og Eric Powell, 2007)
  • The Rock Bible: Unholy Scripture for Fans & Bands (meðhöfundur með Henry H. Owings, 2008)
  • Serenity: Float Out (Dark Horse Comics, 2010)
  • Zombie Spaceship Wasteland (2011)

Verðlaun og tilnefningar[breyta | breyta frumkóða]

Annie verðlaunin

  • 2008: Tilnefndur fyrir fyrir bestu telsetningu í teiknimynd fyrir Ratatouille.

Broadcast Film Critics Association verðlaunin

  • 2012: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Young Adult.

Central Ohio Film Critics Assocication verðlaunin

  • 2012: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Young Adult.

Chicago Film Critics Association verðlaunin

  • 2011: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Young Adult.

Gotham verðlaunin

  • 2009: Tilnefndur til Breakthrough verðlaunana fyrir Big Fan.

Los Angeles Film Critics Association verðlaunin

  • 2011: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Young Adult.

National Society of Film Critics verðlaunin

  • 2012: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Young Adult.

Palm Springs International Film Festival verðlaunin

Santa Barbara International Film Festival verðlaunin

Toronto Film Critics Association verðlaunin

  • 2012: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Young Adult.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Oswalt fjallar um þetta á grínplötunni Patton Oswalt: My Weakness is Strong árið 2009.
  2. „Yfirlit yfir geisladiska og bækur til sölu á heimasíðu Patton Oswalt“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. janúar 2013. Sótt 1. febrúar 2013.
  3. Dagsetning DVD útgáfunnar var gefin upp í auglýsingahléum sama kvöld og þátturinn var sýndur á Comedy Central þann 23. ágúst, 2009.
  4. Hartlaub, Peter. „Sf gate - DVD review: 'Finest Hour' by Patton Oswalt“. Sf gate. Sf gate. Sótt 8. nóvember 2012.
  5. „Chunklet“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. desember 2007. Sótt 1. febrúar 2013.
  6. „Chunklet“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. október 2006. Sótt 1. febrúar 2013.
  7. „Chunklet“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. október 2006. Sótt 1. febrúar 2013.
  8. Amazon.com: Comedy Death Ray: Music: Various Artists
  9. „Rock Against Bush, Vol. 2 by Various Artists“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. nóvember 2005. Sótt 1. febrúar 2013.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]