Pareto-hagkvæmni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Pareto-hagkvæmni eða Pareto-kjörstaða er hugtak úr hagfræði sem einnig má heimfæra á verkfræði. Hugtakið er nefnt eftir Vilfredo Pareto (1848 – 1923), en hann var ítalskur hagfræðingur sem notaði hugtakið í verkum sínum um hagfræðilega hagkvæmni (e. economic efficiency) og tekjudreifingu (e. income distribution). Samkvæmt efnahagslegri úthlutun Pareto-hagkvæmni getur enginn einn aðili hagnast án þess að nokkur annar einstaklingur tapi á móti. Pareto-framför (e. Pareto improvement) verður þegar breyting á upphaflegum úthlutunum nytja meðal nokkra einstaklinga verður til þess að enginn einstaklingur tapi þó svo að einhver annar hagnist. Úthlutun er skilgreind sem Pareto-hagkvæm þegar ekki er hægt að bæta hana frekar með Pareto-framförum.

Hugtakið í stuttu máli[breyta | breyta frumkóða]

Það er alþjóðlega viðurkennt að forðast eigi niðurstöður sem ekki eru Pareto-hagkvæmar og þess vegna er Pareto-hagkvæmni mikilvægur mælikvarði til að meta hagkerfi og opinber stefnumál. Ef efnahagsleg úthlutun hagkerfis er ekki Pareto-hagkvæm er möguleiki fyrir Pareto-framförum, Pareto-hagkvæmni eykst með: endurúthlutun þar sem í það minnsta einn þátttakandi getur náð efnahagslegum framförum án þess að minnka velsæld annars. Hins vegar er mikilvægt að muna að breyting frá óhagkvæmri úthlutun til hagkvæmrar er ekki endilega Pareto-framför. Í raun er það svo að ef tryggja á að enginn skuli tapa með breytingum sem ætlað er að ná Parteto-hagkvæmni gæti það leitt til endurgjalds fyrir einn eða fleiri þátttakendur. Sem dæmi má nefna, ef breyting á efnahagsstefnu leiðir til útrýmingar á einkasölumarkaði og sá markaður verður að hagkvæmari samkeppnismarkaður, mun einkasalinn tapa. Hins vegar mun aukin hagkvæmni vega upp á móti tapi einkasalans. Þetta þýðir að tap einkasalans vegur upp á móti þeim hagnaði sem aðrir í hagkerfinu njóta og því kallast þetta Pareto-framför.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.