PS&CO

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá PS og co)
PS&CO
PS&CO leika í Kastljósinu í Ríkisjónvarpinu
Upplýsingar
Önnur nöfnPjetur Stefánsson & félagar
StefnurRokk
ÚtgefandiPS&CO

PS&CO (eða Pjetur Stefánsson & félagar) er íslensk rokkhljómsveit sem starfar í kring um hljóðritanir á verkum Pjeturs Stefánssonar. Honum til aðstoðar að jafnaði og fremstir meðal jafningja eru Tryggvi Hübner og Sigurður Bjóla ásamt valinkunnum spilurum. Þekktasta lag PS&CO er „Ung og rík“.[1] Margir þekktir íslenskir tónlistarmenn hafa lagt PS&CO lið. Pjetur Stefánsson (fæddur 1953) er myndlistarmaður, tónskáld og textahöfundur. Pjetur Stefánsson útsetti og gaf út í samvinnu við Megas plötur Megasar „Til hamingju með fallið" 1996 og „Fláa veröld" 1998. auk efnis sem er óútgefið en gengið hefur undir heitinu „Keflavíkurteipin".

Pjetur Stefánsson

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

Tvöfalt siðgæði[breyta | breyta frumkóða]

Tvöfalt siðgæði
Hljómsveitin Friðryk í Söginni.

Tvöfalt siðgæði er fyrsta breiðskífa Pjeturs Stefánssonar og kom út árið 1983. Útgefandi: „Austurstræti 8“. Hljómsveitin kom nokkrum sinnum opinberlega fram og spilaði meðal annars á Óðali. Þar var hljómsveitin skipuð þeim Sigurði Hannessyni trommur, Halldóri Bragasyni bassa, Björgvini Gíslasyni gítar og Pjetri Stefánssyni á gítar. Á útitónleikunum Melarokk á Melavellinum kom Tryggvi Hubner inn fyrir Björgvin Gíslason. Hljómsveitirnar sem komu fram á tónleikunum voru Reflex, Tappi tíkarrass, KOS, Grýlurnar, Hin konunglega flugeldarokksveit, Stockfield Big Nose Band, Q4U, Vonbrigði, Fræbbblarnir, Þrumuvagninn, Pungó og Daisy, Lola, Bandóðir, BARA-flokkurinn og Purrkur Pillnikk.

Um tíma hafði Big Nós Band aðstöðu til æfinga í húsi sem kallað var Sögin. Þar var fyrir hljómsveitin Friðryk. Pjetur starfaði sumarið 1980 sem rótari og ljósmyndari með Friðryk á ferð þeirra um Ísland. Hljómsveitin Friðryk var skipuð: Sigurður Karlsson trommur, Pálmi Gunnarsson bassi, Pétur Hjaltested hljómborð og Tryggvi Hübner gítar, seinna bættist Björgvin Gíslason gítarleikari í hópinn.

„Big Nós Band“ (sem stundum kallað „Stockfield Big Nose Band“) var aukasjálf Pjeturs þegar hann stundaði nám á þessum árum við MHÍ, Myndlista- og Handíðaskóla Íslands sem heitir í dag Listaháskóli Íslands. Nokkrar hljómsveitir áttu óformlegt heimilisfang í MHÍ á þessum árum, þar voru til dæmis: Bruni BB, Tónabræður og Oxmá. Í frumútgáfu „Big Nós Bands“ voru auk Pjeturs Stefánssonar á gítar, Halldór Bragason á bassa, Sigurður Hannesson trommur, Björgvin Gíslason gítar og Tryggvi Hübner á gítar.

Platan „Tvöfalt siðgæði“ kom út eftir miklar mannabreytingar og tilraunir í lagasmíðum. Hún var tekin upp í Hljóðrita í Hafnarfirði og var notuð 8 rása „Studer“ upptökuvél við verkið. Þessi „Studer“ vél var um árabil í Hljóðrita en SG Hljómplötur áttu hana áður.

„Tvöfalt siðgæði“ var unnin á árunum 1981-1983 og varð hluti af grafísku verkefni í MHÍ. Tengingin við grafíkina liggur í því hvernig plötur eru þrykktar í pressum eftir þar tilgerðum masterum sem í eru rásir eða rúnir sem mynda hljóð plötunnar. Þessu svipar mjög til ætingar eða þurrnálar. Hver kóver (umslag) er einstakt og unnið sér af höfundi.


Lagalisti
  1. "Gribba"
  2. "Fullnægðu mér"
  3. "Tónstiginn"
  4. "Mér er sama"
  5. "Nýbylgjutöff"
  6. "Allsog allsog"
  7. "Piano"
  8. "Steindór"
  9. "Bak við gler"
  10. "Rythm blues"
  11. "Íslenskt lag"
  12. "Stopp"
  13. "Get ekki hætt"
  14. "Tvöfalt sidgæði"
Flytjendur

Í léttum dúr[breyta | breyta frumkóða]

Í léttum dúr - PS&CO 1985
Pjetur Stefánsson í Hljóðrita Hafnarfirði við upptökur á plötunni „Í léttum dúr" í apríl 1984.
Tryggvi Hubner á gítar - Hljóðriti apríl 1984
Framhlið kasettunnar „Í léttum dúr"

Í léttum dúr er önnur breiðskífa Pjeturs Stefánssonar og kom út árið 1985. Hljóðritun plötunnar hófst í apríl 1984 og í vinnsluferlinu urðu miklar breytingar, meðal annars var Flowers laginu „Slappaðu af“ bætt við til heiðurs Tónum og (Flowers)og þá sérstaklega Gunnari Jökli (Gunnar Jökull Hákonarson) trommuleikara sem var í mörgum hljómsveitunum sem allar voru góðar Tónar, Syn (sem var undanfari hljómsveitarinnar Yes), Flowers, Trúbrot og Mánar. Platan er óður til íslenskrar beat og rokkmenningar.

Platan kom fyrst út á kasettu árið 1984 og síðan á vínyl á árinu 1985. Umslagið á fyrstu kasettu útgáfunni var þrykkt í grafík í litlu upplagi. Umslag annarrar útgáfu (grænu kassettuna) fjölritaði Sigurjón Þorbergsson sem rak fjölritunarstofuna Letur. Myndina á plötuumslaginu tók Atli Arason ljósmyndari. Umslag plötunnar prentaði Jóhann Þórir Jónsson en höfundur setti það saman og náði í plötuna úr plötupressun við Hafnarfjarðarveg.

Lagalisti
  1. "Slappaðu af" - 2:40
  2. "Ung og rík" - 4:00
  3. "Á punktinum" - 3:00
  4. "Væminn" - 3:50
  5. "Zúlumadurinn Zippo" - 4:00
  6. "Trú & trygg" - 4:30
  7. "Billiardblues" - 3:00
  8. "Ég svíf" - 5:10
  9. "Hvítan" - 2:00
  10. "Einhvern tímann" - 2:40
Flytjendur

Hljómplötugagnrýnandi Morgunblaðsins Sigurður Sverrisson skrifaði um plötuna Í léttum dúr í Morgunblaðið 1985.

Pétur Stefánsson hefur engar vöflur á þegar hann gefur út plötur. Platan sem hann sendi frá sér ásamt félögum sínum í Big Nós Band á sínum tíma fannst mér beinskeytt, blátt áfram og þar að auki skemmtileg. Því miður virtust fáir mér sammála þá (hvers eigum vér armir plötuganrýnendur að gjalda?).

Pétur Stefánsson hefur ekkert breyst frá útkomu plötu Big Nós Bandsins. Inntakið í tónlist hans er hið sama, hrátt og blátt áfram rokk og ról. Tónlistin ber það glöggt með sér af hvaða kynslóð Pétur er og er ekkert nema gott um það að segja. Sú kynslóð veit líka hvað almennilegt rokk er. Kynslóð nútímans þekkir vart haus né sporð á slíku. Hún kemur eflaust heldur ekki til með að kaupa þessa plötu, þeir sem gera það eru af rokkkynslóðinni. Ég sagði hér að framan að Pétur hefði ekkert breyst frá því á Big NÓS Band-plötunni og fer ekki ofan af því. Hins vegar eru lögin á „Í léttum dúr“ í aðgengilegri búningi, þ.e. meira „commercial" án þess þó nokkru sinni að ná því marki að teljast bláköld söluvara. Yfirbragðið er mjög keimlíkt, þ.e. svipaður taktur í lögunum og spilamennska öll fremur einföld. Þó vönduð í alla staði. Söngvari er Pétur hins vegar ekki góður, a.m.k. á hinn venjulega mælikvarða. Lagið Ung og rík, sem hljómar reyndar: „Ung, gröð og rík..." í textanum sjálfum hefur náð talsverðum vinsældum á Rás 2, mest að ég hygg fvrir innihald textans. Í þessu tilviki kokgleypti hinn dæmigerði íslenski gelgjuskeiðs unglingur agnið. Sjálfur hafði ég jafnvel búist við að gamla Flowers -lagið „Slappaðu af“ næði vinsældum en svo verður vart úr þessu. Það er fátt ef nokkuð nýtt að finna á „Í léttum dúr“ enda markmiðið með útgáfunni eflaust ekki að ryðja nýjar brautir. Platan staðfestir hins vegar að enn eru til „ekta" rokkarar hér á landi. Pétur Stefánsson er einn þeirra.

 

Góðir hlutir gerast hægt[breyta | breyta frumkóða]

Góðir hlutir gerast hægt
Sigurður Bjóla við stjórnborðið í Hljóðrita í apríl 1984
Hljóðneminn í Hljóðrita
Strákarnir
Marghamur listgjörningamaður

Góðir hlutir gerast hægt PS&Bjóla er þriðja breiðskífa Pjeturs Stefánssonar í samvinnu við Sigurð Bjólu (Spilverk þjóðanna, Stuðmenn). Platan kom út árið 1987 og voru flestir grunnar laganna teknir í samvinnu við hljómsveitina Strákarnir sem Pjetur starfaði með veturinn 1985 – 1986. Björgvin Gíslason á eitt lag á plötunni „Stutt og lagó“ við texta Pjeturs. Hljómsveitina „Strákarnir“ skipuðu Björgvin Gíslason gítar, Þorleifur J. Guðjónsson bassi, Pjetur Stefánsson gítar og söngur, Guðmundur Gunnarsson trommur, Sigfús Örn Óttarsson trommur og Jens Hansson saxofón. „Strákarnir“ spiluðu víða á sveitaböllum og í Reykjavík. Þeir Björgvin, Jens og Pjetur ásamt Haraldi Þorsteinssyni bassaleikara höfðu þann 9. nóvember 1985 spilað með Megas á hljómleikum sem haldnir voru í Austurbæjarbíó. Grunnarnir að lögum Pjeturs sem „Strákarnir“ tóku upp voru unnir áfram, lögin kláruð og nýju efni bætt við í anda Pjeturs og Sigurðar Bjólu.

Þetta ár um vorið kom þýska hljómsveitin Einstürzende Neubauten hingað til lands og spilaði á skemmtistaðnum Roxy og var Pjetur þá aðstoðamaður þeirra og sérstaklega Blixa Bargeld. Önnur bönd auk Strákanna sem spiluðu í Roxy á þessum tíma voru til dæmis Kukl, Frakkarnir og SH draumur með dr. Gunna. Þetta er grunnurinn og andrúmsloftið sem „Góðir hlutir gerast hægt“ er sprottin úr. Platan var gefin út af PS&Bjólu og Taktur annaðist dreifingu. Útgáfudagur var 19. júní 1987.


Lagalisti
  1. "Snemma að morgni"
  2. "Tungan"
  3. "Blues Picasso"
  4. "Íslenskur saungur"
  5. "Allir saman"
  6. "Engu gleymt"
  7. "Komdu aftur"
  8. "Flugþrá
  9. "Böðullinn"
  10. "Stutt & lagó"
Flytjendur
  • Pjetur Stefánsson söngvari og gítarleikari
  • Tryggvi Hübner gítar- og bassaleikari
  • Sigurður Bjóla gítarleikari, bakraddasöngvari og hljómborðsleikari
  • Björgvin Gíslason gítarleikari
  • Þorleifur J. Guðjónsson bassaleikari
  • Sigfús Örn Óttarsson trommuleikari
  • Pétur Grétarsson trommuleikari i Blues Picasso og Íslenskur söngur
  • Jens Hansson saxafónleikari
  • Sigurður Sigurðsson munnhörpuleikari
  • Arnþór Jónsson selló og píanóleikari
  • Hanna Stína bakraddaöngvari í Allir saman
  • Mick Pollock bakraddasöngvari í Allir saman
  • Sigurður Bjóla Garðarsson upptaka og hljóðblöndun
  • Upptaka Hljóðriti

Blaðamaður Helgarpóstsins hitti þá félaga Pjétur Stefánsson og Sigurð Bjólu vegna útkomu plötunnar „Góðir hlutir gerast hægt“ og átti við þá spjall.

„Góðir hlutir gerast hœgt“ er nafn plötu sem þeir Pétur Stefánsson og Sigurdur Bjóla hafa nýverið gefið út og af því tilefni var ákveðið að leita þá félaga uppi og spjalla aðeins við þá.

Hvenœr ákváðuð þið að gera þessa plötu? P.S. og Bjóla: „Það var aldrei tekin nein formleg ákvörðun um það. Hún varð frekar til svona eftir hendinni og byrjaði vinnslan síðasta sumar.“

Það hefur farið lítið fyrir þessari útgáfa. Hvers vegna? P.S: "Við höfum þá trú að góðir hlutir spyrjist hægt. Annars er búið að gera myndband með einu lagi og verður það sýnt bráðlega opinberlega. Myndbandið var unnið úti í Bandaríkjunum af Íslendingum sem eru þar í námi."Sigurður: ,,Við erum nú að reyna að auglýsa hana núna.“

Hvernig er svo platan? P.S.: „Ég er mjög sáttur við hana og mér finnst hún vera í háum gæðaflokki. Ég álít að hún eigi að vera til á hverju einasta íslensku heimili og trúi því að svo muni verða í framtíðinni." Bjóla: „Þetta er besta platan núna. Ég held að okkur hafi tekist að koma því til skila sem við ætluðum okkur.“

Og hverju œtluðuð þið að koma til skila? Sigurður: „Fólkið verður bara að finna það út sjálft. Annars hefðum við látið skýringar fylgja með svona eins og skýringarnar við skólaljóðin. Fólk verður bara að hlusta á plötuna og finna það út sjálft hvað við erum að hugsa. Fólk kann ekki lengur að hlusta. Það er svo mikill hávaði í kringum flesta að þeir ná ekki að einbeita sér.“

Sigurður Bjóla var á árum áður meðlimur Spilverks þjóðanna og síðan Stuðmanna. Nú hefur hins vegar lítið sem ekkert heyrst í honum undanfarin ár.

Hvað hefur þú verið að gera allan þennan tíma? Sigurður: „Ég var eiginlega búinn að fá nóg eftir Stuðmanna- og Spilverks- tímabilið og tók mér hvíld. Ég hef verið að vinna sem upptökumaður þannig að ég skildi ekki við bransann. Síðan hef ég gert eitlhvað af því að semja tónlist en nær ekkert hefur verið gefið út af því. Ég er nú einu sinni þannig gerður að ég verð að búa til músík annars líður mér eins og hreiðurlausum fugli. Svo fer ég alltaf í sveit á sumrin.“

Eru einhverjir tónleikar á döfinni? Pétur: „Ég held ekki tónleika. Það er prinsip-mál. Ég álít að það sé mitt hlutverk í lífinu að halda ekki tónleika,“

Sigurður: „Mér finnst hann eigi að halda tónleika.“ Pétur: „Siggi er eini maðurinn sem ég myndi halda tónleika fyrir en það er ekki á döfinni að ég held.“

Ætlið þið að halda þessu samstarfi eitthvað áfram? Sigurður: „Það hefur aldrei hætt.“ Pétur: „Við eigum til eitthvert efni og síðan verður þetta eins og með þessa plötu að það kemur svona eftir hendinni.“

Svona að lokum. Hvað finnst ykkur um íslenska tónlist í dag? Pétur: „Við skulum orða þetta þannig að í dag er mikið samið af smásögum á tónlistarmáli. Bransinn kraumar síðan af sölumennsku og útvarpsstöðvarnar ýta undir það.“

Voruð þið kannski að reyna að semja skáldsögu? Pétur og Sigurður: „Það er nú kannski fullhrokafull afstaða.“

 

Öfgar göfga[breyta | breyta frumkóða]

Umslögin um "Öfgar göfga" voru sér unnin af Pjetri og er ekkert þeirra eins.
Umslögin um "Öfgar göfga" voru sér unnin af Pjetri og er ekkert þeirra eins.

Öfgar göfga PS&CO er fjórða breiðskífa Pjeturs Stefánssonar sem kom út árið 1988. Platan var gefin út í aðeins 350 eintökum og var umslag hverrar plötu unnið sérstaklega af Pjetri. Upptaka þessarar plötu tók stuttan tíma og var platan nánast spiluð inn í einni hljóðritun. Platan var gefin út af Pjetri Stefánssyni.


Lagalisti
  1. "Fávisir menn" - 5:29
  2. "Kvennapopp" - 5:57
  3. "Lina klessa krot & krass" - 9:06
  4. "Betra líf" - 4:46
  5. "Heit hlý & mjúk" - 5:03
  6. "Fréttastofublues" - 10:03
Flytjendur
  • Pjetur Stefánsson söngvari og gítarleikari
  • Tryggvi Hübner gítarleikari
  • Haraldur Þorsteinsson bassaleikari
  • Sigfús Örn Óttarsson trommuleikari
  • Arnþór Jónsson píanó og sellóleikari
  • Sigurður Bjóla Garðarsson upptaka og hljóðblöndun
  • Upptaka Hljóðriti

Erkitýpur streitarar og frík[breyta | breyta frumkóða]

Erkitýpur streitarar og frík

Erkitýpur, streitarar og frík PS&CO er fimmta breiðskífa Pjeturs Stefánssonar sem kom út árið 1993. Platan var gefin út af Pjetri Stefánssyni og dreift af Japis.[4]

Lagalisti
  1. "Radarinn" - 2.30
  2. "Paradís" - 3.25
  3. "Ást & Hlýja" - 2.40
  4. "Skúbb" - 5.30
  5. "Hamingjuhótel" - 4:10
  6. "Buggi fyrir alla" - 2:25
  7. "Einn á ferd" - 2:50
  8. "Blankur" - 4:05
  9. "Þær brosa" - 4:55
  10. "Ung og rík" - 4:00
  11. "Billiardblues" - 3:00
  12. "Kvennapopp" - 2:40
  13. "Heit & mjúk" - 5:03
  14. "Fréttastofublues" - 10:00
Flytjendur
  • Pjetur Stefánsson söngvari og gítarleikari
  • Tryggvi Hübner gítar
  • Sigurður Bjóla gítarleikari, gítar og bakrödd
  • Björgvin Gíslason gítarleikari
  • Haraldur Þorsteinsson bassaleikari
  • Jón Ólafsson, bassaleikari
  • Jens Hansson sax
  • Arnþór Jónsson sellóleikari
  • Sigfús Örn Óttarsson trommuleikari
  • Sigurður Reynisson trommuleikari
  • Halldór Lárusson trommuleikari
  • Guðmundur Pétursson gítarleikari
  • Hjörtur Howser orgelleikari
  • Magnús Þór Sigmundsson bakraddasöngvari
  • Jóhann Helgason bakraddasöngvari
  • Pat Tennis, pedal steel guitar
  • Sigurður Bjóla Garðarsson upptaka og hljóðblöndun
  • Upptaka Hljóðriti

Hamingjuvélin[breyta | breyta frumkóða]

Hamingjuvélin, fram
Hamingjuvélin, bak

Hamingjuvélin PS&CO er sjötta breiðskífa Pjeturs Stefánssonar og kom út árið 2007. Platan var gefin út af Pjetri Stefánssyni.

Lagalisti
  1. "Harley" - 6:28
  2. "Hún vildi læra prjón" - 3:52
  3. "Sýndu mér tákn" - 4:36 -
  4. "Það er allt að verða geggjað" - 3:21
  5. "Við seljum allt" - 5:29
  6. "Snookerblues" - 2:02
  7. "Segðu mér" - 2:47
  8. "Meiri pening" - 6:39
  9. "Listfræðingur" - 5:11
  10. "Hamingjuvélin" - 3:01
  11. "Erkitýpur streitarar og frík" - 6:16
  12. "Bréf frá gömlum vini" - 5:37
Flytjendur

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Vinsælustu lögin Dagblaðið Vísir
  2. plötudómur í Morgunblaðinu 1. september 1985. bls,11.
  3. viðtal í Helgarpóstinum 16. júlí 1987. bls,21.
  4. Hljómsveitir Dagblaðið Vísir

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]