Pétur Duus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Pétur Duus (f. 3. nóvember 1795 í Kaupmannahöfn, d. 22. júlí 1868) var danskur kaupmaður sem vann við rekstur verslana í Reykjavík, á Höfðakaupstað, á Eyrarbakka og í Keflavík. Pétur varð verslunarstjóri Jacobaeusarverslunar í Reykjavík árið 1824. Pétur kynntist Ástu Bech og þau giftust 6. apríl 1827. Árið 1837 fluttust þau til Kaupmannahafnar og voru þar í eitt ár. Ári seinna tók Pétur við rekstri Eyrarbakkaverslunar sem þá var eina verslunin á Suðurströndinni. Árið 1848 fluttust þau til Keflavíkur og bjuggu þar til dauðadags. Sonur hans, Hans Pétur Duus, tók við rekstri verslunarinnar í Keflavík.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.