Ormur Snorrason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ormur Snorrason (um 1320 – um 1402) var sýslumaður, lögmaður og hirðstjóri á 14. öld. Hann var af ætt Skarðverja og bjó á Skarði á Skarðsströnd. Faðir Orms var Snorri Narfason (d. 1332) lögmaður á Skarði.

Ormur hefur líklega verið fæddur um 1320. Hann sigldi með Guðmundi bróður sínum 1344 og var Guðmundur þá orðinn sýslumaður; hann hefur sennilega verið heldur eldri en Ormur. Guðmundur var sýslumaður í Snæfellsnessýslu en fórst í siglingu 1354 og tók Ormur við sýslunni eftir lát hans. Ormur varð lögmaður sunnan og austan 1359. Hann fór í norðurreiðina með Smiði Andréssyni hirðstjóra og Jóni skráveifu lögmanni eftir Alþingi 1362, tók þátt í Grundarbardaga og fékk þar kirkjugrið. Vísur sem ortar voru eftir bardagann benda til þess að framganga hans þar hafi ekki þótt sérlega hetjuleg.

Ormur sigldi, líklega sumarið 1365, og kom aftur árið eftir ásamt Andrési Gíslasyni og höfðu þeir saman fengið hirðstjórn á landinu. Var Ormur hirðstjóri norðan og vestan 1366–1368. Hann var svo aftur lögmaður sunnan og austan 1374–1375. Hans er síðast getið í heimildum árið 1401 og hefur hann líklega dáið skömmu síðar.

Ormur var mikill auðmaður og hafði menningarlegan metnað. Hann lét gera tvær af fegurstu skinnbókum sem varðveist hafa hér á landi, þ.e. Skarðsbók Jónsbókar um 1363, og Skarðsbók postulasagna. Þá síðari gaf hann kirkjunni á Skarði að hálfu leyti, en hinn helminginn skyldi bóndinn á Skarði eiga.

Í Svíþjóð var til á 17. öld mikil skinnbók, sem kölluð var Bók Orms Snorrasonar, nú kölluð Ormsbók. Í henni voru riddarasögur o.fl. Bókin er talin hafa brunnið árið 1697.

Kona Orms var Ólöf, óvíst hvers dóttir. Börn þeirra voru:

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Páll Eggert Ólason: Íslenskar æviskrár IV, Reykjavík 1951, 100.
  • Íslendingabók, á netinu.



Fyrirrennari:
Sigurður Guðmundsson
Lögmaður sunnan og austan
(13591368)
Eftirmaður:
Þorsteinn Eyjólfsson
Fyrirrennari:
Þorsteinn Eyjólfsson
Lögmaður sunnan og austan
(13741375)
Eftirmaður:
Sigurður Guðmundsson
Fyrirrennari:
Ólafur Pétursson
Þorsteinn Eyjólfsson
Hirðstjóri
með Andrési Gíslasyni til 1367?
(13661368)
Eftirmaður:
Þorgautur Jónsson