One Day

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
One Day
Auglýsingaplakat myndarinnar.
LeikstjóriLone Scherfig
HandritshöfundurDavid Nicholls
FramleiðandiNina Jacobson
LeikararAnne Hathaway
Jim Sturgess
FrumsýningFáni Bandaríkjana 19. ágúst 2011
Fáni Íslands 17. ágúst 2011
Lengd108 mín.
Tungumálenska
AldurstakmarkLeyfð
Ráðstöfunarfé$15.000.000[1]

One Day er bresk- og bandarísk kvikmynd frá árinu 2011 sem Lone Scherfig leikstýrði og David Nicholls skrifaði. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók frá árinu 2009 og fara Anne Hathaway og Jim Sturgess með aðalhlutverkin. Myndin var gefin út í kvikmyndahús í ágúst 2011.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Eftir að hafa eytt einum degi saman þann 15. júlí 1988, daginn sem þau útskrifuðust úr Edinborgarháskóla, hefja Emma Morley og Dexter Mayhew vináttusamband sem mun endast þeim ævina. Hún er vinnusöm stúlka af alþýðuætt með sterka siðferðiskennd og háleit markmið í lífinu, en ekkert minna en það að bæta heiminn með verkum sínum mun duga henni. Hann er hinsvegar vellríkur sjarmör sem dreymir helst um daginn þegar veröldin verður leikvöllur hans. Næstu tvö áratugina fyljgumst við með miklvægum atburðum á ævi þeirra með því að skyggnast inn í líf þeirra fimmtánda júlí ár hvert. Hvort sem þau eru saman eða í sundur verðum við vitni að vináttu þeirra og vinslitum, vonum og brostnum draumum, hlátri og sorg og umfram allt vináttu þeirra til hvers annars, hversu áberandi sem hún er í lífi þeirra hverju sinni. Hvað eiga þau þessum eina degi að þakka í lífi sínu?[2]

Leikendur[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. http://boxofficemojo.com/movies/?id=oneday.htm
  2. http://wayback.vefsafn.is/wayback/20111127184405/kvikmyndir.is/KvikmyndirMovie/entry/movieid/7246
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.