Olíutindur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Olíuframleiðsla Bandaríkjanna ásamt mati Hubberts
Olíuframleiðsla Noregs ásamt ferli Hubberts

Olíutindur (e. Peak oil) er kenning sem lýsir því sem gerist þegar búið er að dæla upp það mikilli olíu úr olíulindum heimsins að það magn olíu sem dælt er upp úr lindunum eftir það fer sífellt minnkandi, þangað til að þær á endanum tæmast. Ef ekki er dregið úr olíunotkun heimsins áður en olíutindi er náð gæti það samkvæmt kenningunni leitt til orkukreppu.

Bandaríkjamaðurinn M. King Hubbert notaði hugtakið um olíutind fyrstur árið 1956 og spáði réttilega fyrir um það að olíuframleiðsla Bandaríkjanna myndi ná hámarki á árunum 1965-1970. Hubbert spáði því síðan árið 1974 að olíutindi fyrir heimsbyggðina yrði náð árið 1995 [1]. Eftir það hafa margir spáð fyrir um það hvenær tindinum verði náð og hverjar afleiðingarnar muni verða. Bjartsýnustu spár segja að það magn olíu sem dælt verði upp muni ekki byrja að minnka fyrr en á fjórða áratugi 21. aldar. Þær segja að minnkunin muni ekki eiga sér stað eins snögglega og sumir hafa spáð fyrir um. Þess í stað muni olíuframleiðsla fyrst ná stöðugu hámarki og síðan smám saman minnka eftir það. Einnig segja þær að spár Hubberts geti ekki spáð fyrir um uppgötvanir nýrra olíulinda eins og þeirra sem fundist hafa í Alaska og í Mexíkóflóa [2]. Svartsýnni spámenn segja hins vegar að tindinum hafi þegar verið náð [3].

Tilvísanir[breyta]

  1. „Oil the dwindling treasure“, skoðað þann 2. júlí 2008.
  2. „CERA says peak oil theory is faulty“, skoðað þann 2. júlí 2008.
  3. „Oil Production, Oil Price“, skoðað þann 2. júlí 2008.