Olíuleit við Ísland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Olíuleit við Ísland er leit að jarðolíu og jarðgasi innan efnahagslögsögu Íslands. Sjónum er einkum beint að berggrunni undir hafsbotni á svokölluðu Drekasvæði norðaustur af Íslandi. Umræða hefur skapast um hvort og hvernig skuli leita að olíu og jarðagasi og hvort skuli vinna hana og jarðgasi ef hún finnst, en þegar hafa verið gefin hafa út olíuleitarleyfi fyrir Drekasvæðið.

Mögulegt olíumagn[breyta | breyta frumkóða]

Magn vinnanlegrar olíu á Drekasvæðinu er talið geta orðið að lágmarki um 20 milljón rúmmetrar, jafnvel á bilinu 30 - 70 milljón rúmmetrar.[1] Til samanburðar er heildarnotkun Íslendinga um 1,8 milljón rúmmetrar á ári um þessar mundir. Til að fá þetta í samhengi, þá er talið að öll vinnanleg olía í Noregi sé um 9,4 milljarðar tunna (u.þ.b. 1,5 milljarðar rúmmetra).[2] Dagleg olíuvinnsla Norðmanna er um 3 milljón tunnur á dag,[3] sem er u.þ.b. 0,5 milljón rúmmetrar á dag.

Umræða um hugsanlega olíuvinnslu við Ísland[breyta | breyta frumkóða]

Mikill meirihluti landsmanna hefur virst fylgjandi olíu- og gasvinnslu á Drekasvæðinu[4] og sumir stjórnmálamenn vilja hefja leit og vinnslu sem fyrst[heimild vantar] svo arður af verkefninu geti hlotist sem fyrst.[5][6] Aðrir, til dæmis fyrrverandi ráðherra Umhverfis- og auðlindamála, Svandís Svavarsdóttir, hafa viljað fara hægar í sakirnar, skoða mögulegar afleiðingar fyrir umhverfi og samfélag, ásamt því að skoða hvernig mætti standa að olíuvinnslu ef af verður. Þeirri spurningu hefur verið velt upp hvort ekki mætti geyma olíuna til notkunar fyrir kynslóðir framtíðarinnar. Rök andstæðinga olíuleitar og -vinnslu og þeirra sem vilja fara að öllu með gát tengjast aðallega mengun og áhrifum á fiskveiðar auk þess að bent er á erfiðar aðstæður til vinnslu vegna veðurs og hafdýpis.[heimild vantar] Einnig hefur verið rætt um hvernig haldið verði utan um stjórnun á og arðinn af þessum hugsanlegu auðlindum innan íslenskrar lögsögu. Þá hefur verið bent á að núverandi vitneskja um gróðurhúsaáhrif af mannavöldum ætti að fá ráðamenn til að hugsa málið nánar; Ísland geti sýnt gott fordæmi og mögulega vakið aðrar þjóðir til góðra verka með því að gagngert fresta olíuvinnslu.[7][8][9]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Fréttablaðið 19. janúar 2013 „Er vandi um slíkt að spá?“ (bls. 28)
  2. „Norway - Energy and power“ (Skoðað 24. janúar 2013).
  3. „Energy in Norway“ (Skoðað 24. janúar 2013).
  4. „Mikill meirihluti þjóðarinnar vill leyfa olíuvinnslu á Drekasvæðinu“. visir.is. Sótt 8. febrúar 2013.
  5. „Olían lekur upp úr Drekasvæðinu“. visir.is. Sótt 21. janúar 2013..
  6. „National Energy Authority Of Iceland: New Studies Underpin Oil Potential In The Dreki Area, Northeast Of Iceland“. www.oilandgasonline.com. Sótt 21. janúar 2013..
  7. „Hvenær ákvað VG að stefna að olíuvinnslu á Drekasvæðinu“. smugunni.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. febrúar 2013. Sótt 21. janúar 2013.
  8. „Umhverfisráðherra segir skorta á gagnrýna umræðu um olíuleit við Ísland“. smugunni.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. mars 2013. Sótt 21. janúar 2013..
  9. „Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í DV - Viljum við vera olíuþjóð?“. /Umhverfis og auðlindaráðuneytið. Sótt 25. janúar 2013.
  Þessi jarðfræðigrein sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.