Notandi:Samskip Ísland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd:Arnarfell
Þetta er Arnarfellið í maí 2012 sem er eitt af þremur flutningaskipum Samskipa, hin skipin heita Helgafell og Samskip Akrafell.

Samskip á Wikipediu Samskip eru skipafélag sem byggir á grunni skipadeildar Sambandsins sem var stofnuð árið 1946. Skipadeildin sinnti millilandasiglingum til og frá landinu í rúmlega hálfa öld. Það var svo 1. janúar árið 1991 sem Samskip hf. hófu formlega starfsemi. Einskorðaðist starfsemi Samskipa fyrst við millilandasiglingar til og frá Íslandi og þjónustu tengda þeim en fljótlega voru opnaðar eigin skrifstofur í Danmörku, Hollandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Noregi og Svíþjóð. Hefur vöxtur félagsins verið mikill síðan þá og starfrækir félagið skrifstofur í fimm heimsálfum, Evrópu, Asíu, Norður- og Suður-Ameríku auk Ástralíu. Er gámaflutningakerfi félagins í Evrópu, sem rekið er undir heitinu Samskip Multimodal, nú eitt stærsta sinnar tegundar þar sem lögð er áhersla á flutning á 45 feta gámum. Flutningum til og frá Íslandi er sinnt með þremur gámaskipum sem hafa viðkomu á Bretlandseyjum, meginlandi Evrópu, í Skandinavíu og í Færeyjum. Samskip hófu strandflutninga snemma árs 2013 og bjóða nú upp á siglingar frá Reykjavík með viðkomu á Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri og Reyðarfirði áður en siglt er á markaði erlendis. Á Íslandi hafa Samskip einnig byggt upp einstakt landflutningakerfi, sem sinnir öllum landshlutum með tíðum ferðum. Í höfuðstöðvunum í Kjalarvogi í Reykjavík er vörumiðstöð Samskipa sem býður upp á hýsingu á almennri vöru, efna-, frysti- og kælivöru ásamt annarri þjónustu, eins og samsetningu og geta viðskiptavinir fylgst náið með stöðu eigin birgða í hýsingu. Vörumiðstöðin tengir einnig saman millilanda- og innanlandskerfi Samskipa og gegnir þannig lykilhlutverki í starfsemi félagsins. Flutningar á frystum afurðum skipa stóran sess í starfsemi félagsins, enda flytja Íslendingar mikið af sjávarafurðum frá landinu og hafa gert í áranna rás. Auk þess sér frystiflutningasvið Samskipa, Samskip Icepak Logistics, um flutninga á hitastýrðum afurðum heimshorna á milli, sem eru að stærstum hluta til sjávarafurðir, en einnig kjöt, mjólkurvörur, ávextir, grænmeti og kaffi svo eitthvað sé nefnt. Starfrækir félagið auk þess fjórar frystigeymslur, í Álasundi í Noregi og í Rotterdam í Hollandi undir merkjum FrigoCare og svo í Reykjavík og Kollafirði í Færeyjum undir merkjum Samskipa. Samskip bjóða einnig upp á flutningsmiðlun um allan heim ásamt stórflutningum í Evrópu.

Heimasíður Samskipa:

www.samskip.is www.samskip.com

Samfélagsmiðlar:

Samskip Ísland á facebook. Samskip Ísland á twitter