Notandi:Mvg2/The Red Ceiling

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ljósmyndin The Red Ceiling er eftir bandaríska ljósmyndarann William Eggleston (f. 1939)


The Red Ceiling eða rauða loftið[breyta | breyta frumkóða]

Ljósmyndin er nafnlaus en gengur undir nafninu The Red Ceiling. Stærð hennar er 35 x 55 cm. Myndin er tekin í gestaherbergi kunningja Egglestons, tannlæknis í Greenwood, Mississippi árið 1970. Prentunin er svo kölluð “dye-transfer”. Þessi aðferð var mikið notuð af auglýsingaiðnaðinum allt frá fimmta til níunda áratug síðust aldar. Prentunin gaf mjög lifandi og sterka liti en framleiðslu þeirra efna sem þar til vinnslunnar var hætt 1993. Árið 1972 hóf Eggleston tilraunir með dye-transfer prentun á ljósmyndum og heillaðist af þeim eiginleikum sem prentunin gaf. Þetta er vandmeðfarin, tímafrek og dýr aðferð til stækkunar á myndum en uppáhald margra ljósmyndara. The Red Ceiling var önnur af tveimur fyrstu myndum hans sem prentaðar voru með þessu móti. Eggleston sendi John Szarkowski stax prentun af The Red Ceiling sem síðar varð meðal þekktustu mynda Egglestons. (Holborn, 2004).

Eftirfarandi ummæli eru höfð eftir Eggleston:

“ ‘The Red Ceiling’ is so powerful that, in fact, I've never seen it reproduced on the page to my satisfaction. When you look at a dye-transfer print it's like it's red blood that is wet on the wall. The photograph was like a Bach exercise for me because I knew that red was the most difficult color to work with. A little red is usually enough, but to work with an entire surface was a challenge. It was hard to do. I don't know of any totally red pictures, except in advertising. The photograph is still powerful. It shocks you every time.” (The J. Paul Getty Trust, 2004).

The Red Ceiling og litljósmyndir Egglestons[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1964 byrjar Eggleston að taka litljósmyndir, fyrst á negatífar ljósmyndafilmur en síðar á sjöunda áratugnum fer hann að nota pósitífar filmur. Þrátt fyrir að Eggleston hafi upphaflega verið mjög upptekinn af svart/hvítri ljósmyndun þá verður hann stax spenntur fyrir litljósmyndun eftir fyrstu tilraunir sínar í þá veru. Árið 1967 fer hann með safn af litskyggnum til New York og hittir m.a. ljósmyndarana Diana Arbus, Lee Friedlander og Garry Winogrand. Myndir Eggleston vekja athygli þeirra og honum er bent á að tala við forstöðumann ljósmyndadeildar Museum of Modern Art (MoMA), John Szarkowski. Það verður síðan upphafið af undirbúningi fyrir sýningu Eggleston í MoMA árið 1976. Sýningin fékk hörmulega dóma en engu að síður er þessi sýning talin marka tímamót og vera upphafið af listrænni litljósmyndun eins og við þekkjum hana í dag. Ljósmyndin The Red Ceiling var meðal verka Eggleston á sýningu í MoMA.

Viðhorf til listljósmyndunar á sjöunda og snemma á áttunda áratugnum voru töluvert frábrugðin því sem við þekkjum í dag. Jafnvel þó ljósmyndarar litu á sig sem listamenn þá var listljósmyndun nokkuð sér á báti og úr tengslum við aðra myndlist. Lögð var mikil áhersla á tæknilega hlið ljósmyndunar og lýsandi og augljóst innihald þeirra. Litljósmyndun þótti of nálægt fjölskyldumyndum eða yfirborðslegri og tilgerðarlegri litanotkun í auglýsingaiðnaði og fjölmiðlum. Litljósmyndun var álitin “vulgar” eins og Walker Evans sagði eitt sinn. (Kernan, 2001:66).

Það hlýtur því að teljast nokkuð áræði af Eggleston að ráðast í litljósmyndagerð þegar flestir af samtímaljósmyndurum hans afneituðu litljósmyndun sem listformi. Jafnvel þó sýning Egglestons hafi fengið dræmar viðtökur í MoMA þá óx skilningur á því myndmáli sem hann lagði rækt við og ekki sakaði að hann hafði fengið þá viðurkenningu að sýna í MoMA. Verk hans voru þar í flokki með nútímalist, ljósmyndun varð smám saman viðurkennd sem einn angi nútímalistar.

Gagnrýnendur sáu í ljósmyndum Egglestons ákveðið andóf við modernisman og frávik frá kröfu um heimildar eða frásagnarlegt gildi (e. epic fictons) sem lengi hafði loðað við listljósmyndun modernismans. Andóf Egglestons var reyndar í takt við vaxandi andstöðu listamanna við modernisman. Á Ítalíu lýsti einn talsmanna Arte Povera hópsins, Celan því yfir að hið ofurvenjulega hefði gert innreið sína í heim listarinnar. Hið ómerkilega eða léttvæga hefði öðlast líf og tilveru. (Oddy, 2002, bls. 88).

Eggleston gerði sér far um að mynda “ lýðræðislega” (democratically) eins og hann kaus að kalla nálgun sína að viðfangsefninu. Með því móti vildi hann gefa öllu myndefni athygli, leita fyrir sér og prjóna úr jafnvel ómerkilegasta drasli og “banal” fyrirbærum. Hann leitast því við að draga fram áhugaverð sjónarhorn, lita samspil og ljóðrænu í sterka myndræna heild og gerir sér mat úr efnivið sem fáum öðrum dytti í huga að líta við. Hann reynir hins vegar að forðast innantómar formrænar uppsetningar þar sem innihaldið er úr tengslum við myndræna framsetningu. Myndir hans lýsa gjarnan smekkleysi, sérstæðu mannlífi, öfgum og hrörnandi fegurð í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Eggleston hefur ferðast og tekið myndir víða hin síðar ár en gagnrýnendur hafa ekki verið eins sáttir við afraksturinn úr þeim ferðalögum. (Oddy, 2002).

Eggleston hefur líkt myndbyggingu í myndum sínum við fána Suðurríkjanna (The Confederate flag). (Holborn, 2004).

Þó erfitt sé að sjá samsvörun með mörgum mynda hans við kross línur fánans þá má vissulega sjá nálgun við kross myndbyggingu í mörgum mynda hans. Í The Red Ceiling má auðveldlega sjá miðlæga áherslu á ljósaperuna með hvítar rafmagnssnúrur sem geisla í hvert horn myndarinnar. Þrátt fyrir það er myndbyggingin ekki það formföst að hún festist í symetríu án nokkurar spennu. Flash-ljósið gefur rýminu dýpt þar sem verulegur munur er á byrtu í hornum herbergisins og við perustæðið þangað sem flash-ljósinu er beint. Allar línur, bæði hvítar rafmagnssnúrur og áberandi hornalínur gefa til kynna fjarvíddina og aukna dýpt.

“Sometimes I like the idea of making a picture that does not look like a human picture” er haft eftir Eggleston (Holborn, 2004). Hann hefur einnig líkt þessu við sýn flugu eða barns. Að komast á slóðir þess óvenjulega þar sem ný sýn skapar nýja tilveru, opinberun hins óvænta og nýstárlega, gagnstætt hinu augljósa.

Flash-ljósið lýsir upp perustæðið og það er slökkt á perunni. Perur eru vinsæl myndefni hjá Eggleston sem og glampandi málmhlutir og speglun í bílum. Kynlífs myndir sem sést grilla í neðst til hægri á mynd gefa til kynna vafasama starfsemi þó raunin sé önnur. Það hvílir yfir myndinni óvissa um hvar myndin er tekin (fyrir flesta sem vita lítið um sögu myndarinnar) og á sama tíma tilfinning fyrir því að vera staddur á slóðum jaðarmenningar, í húsakynnum glæpamanna eða þaðan af verra. Sterkur og heitur rauður litur herbergisins minnir á kynlíf og glæpi, ást og blóð. Margar myndir Eggleston eiga það sameiginlegt með myndum Eugène Atgets (1857-1927) að þær minna óþægilega á vettvang glæps. Glæps sem er í þann veginn að gerast eða hefur átt sér stað. Hin sterki rauði litur undirstrikar þessar kenndir frekar en hitt.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]