Norðursnjáldri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Norðsnjáldri)
Norðsnjáldri
Færeyskt frímerki með mynd af norðsnjáldrum
Færeyskt frímerki með mynd af norðsnjáldrum
Stærð norðsnjáldra miðað við meðalmann
Stærð norðsnjáldra miðað við meðalmann
Ástand stofns

Viðkvæmt (TNC)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Hvalir (Cetacea)
Undirættbálkur: Tannhvalir Odontoceti
Ætt: Svínhveli Ziphidae
Ættkvísl: Mesoplodon
Tegund:
M. bidens

Tvínefni
Mesoplodon bidens
Sowerby, 1804
Útbreiðslusvæði norðsnjáldra (blár litur)
Útbreiðslusvæði norðsnjáldra (blár litur)

Norðsnjáldri (fræðiheiti: Mesoplodon bidens), einnig kallaður svínhvalur, er meðalstór tannhvalur af svínhvalaættinni sem finnst í Norður-Atlantshafinu og við Ísland.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Norðsnjáldri er 5 til 5,5 metrar á lengd og allt að 1,5 tonn á þyngd. Hausinn er fremur lítill og frammjór og undir honum eru tvær húðfellingar sem liggja samsíða kjálkabeinunum. Trýnið er meðallangt og ekki afmarkað frá enninu. Oftast eru dýrin grá á lit, dekkri á baki en á kviði. Hornið er fremur lítið og aftan við mitt bak. Bægslin eru lítil en þó hlutfallslega stærri en á öðrum svínhvölum.

Það sérkennilegasta við norðsnjáldra og aðra svínhvali er að dýrið hefur bara eitt par af tönnum. Kýr norðsnjáldra eru þó tannlausar. Tennur tarfanna eru framan við miðju kjálkabeinsins.

Útbreiðsla og hegðun[breyta | breyta frumkóða]

Norðsnjáldri hefur einungis fundist í Norður-Atlantshafi og er bundinn við úthafið. Í hvalatalningum Hafrannsóknastofnunnar við Ísland hefur tegundin einungis fundist sunnan við landið.[1]

Lítið er vitað um fæðu norðsnjáldra, en sennilegast lifa þeir jöfnum höndum á fiski og smokkfiski.

Oftast halda dýrin sig í minni hópum 2 til 3 dýr en hafa sést í hópum með allt að 15 dýrum.

Veiðar og fjöldi[breyta | breyta frumkóða]

Afar lítið er vitað um útbreiðslu og fjölda norðsnjáldra og byggir tegundalýsing á rannsóknum á örfáum dýrum.

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. Gísli Víkingsson o. fl. 2002

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Ásbjörn Björgvinsson og Helmut Lugmayr, Hvalaskoðun við Ísland (Reykjavík: JPV Útgáfan, 2002).
  • Hammond, P.S., G. Bearzi, A. Bjørge, K. Forney, L. Karczmarski, T. Kasuya, W.F. Perrin, M.D. Scott, J.Y. Wang, R.S. Wells og B. Wilson, „Delphinus delphis“, 2008 IUCN Red List of Threatened Species (IUCN 2008).
  • Gísli A. Víkingsson, Þorvaldur Gunnlaugsson, Sverrir Halldórsson og Droplaug Ólafsdóttir, 2002, NASS-2001 - Icelandic shipboard survey report, Skýrsla til vísindanefndar IWC (SC/54/09)
  • Páll Hersteinsson (ritsj.), Íslensk spendýr (Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2005). ISBN 9979-2-1721-9
  • Perrin, J., „Striped dolphins“ hjá W. Perrin, B. Wursig og J. Thewissen (ritstj.), Encyclopedia of Marine Mammals (Academic Press, 2002): 245–248. ISBN 0-12-551340-2.
  • Reeves, R., B. Stewart, P. Clapham og J. Powell, National Audubon Society Guide to Marine Mammals of the World (New York: A.A. Knopf, 2002). ISBN 0-375-41141-0.
  • Sigurður Ægisson, Jón Ásgeir í Aðaldal, Jón Baldur Hlíðberg, Íslenskir hvalir fyrr og nú (Forlagið, 1997).
  • Stefán Aðalsteinsson, Villtu spendýrin okkar (Reykjavík: Bjallan, 1987).

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]