Natalia Tena

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Natalia Tena

Nat Tena, fullu nafni Natalia Gastian Tena er bresk leikkona og tónlistarkona. Hún fæddist þann 1. nóvember árið 1984 í Surrey. Hún á spænska foreldra sem heita María og Jesús og þar af leiðandi talar Nat reiprennandi spænsku. Hún syngur og spilar á Harmonikku með hljómsveitinni Molotov Jukebox.

Leikferillinn

Fyrsta bíómyndin sem Nat lék í var myndin About a boy sem að kom út árið 2002. Í myndinni leikur hún skólasystur aðalstráksins Marcusar og Nat er aðeins 18 ára þegar hún landar þessu hlutverki. Nat hefur leikið á sviði, í sjónvarpsþáttum og í bíómyndum. Hún er frægust fyrir hlutverk sitt í Harry Potter bíómyndunum og þar lék hún Nymphadoru Tonks.

Nymphadora Tonks

Nymphadora Tonks, ávallt kölluð Tonks, er ung norn sem að kynnist Harry þegar hann er á 5. ári í Hogwartsskóla. Tonks er nýbúin að læra að vera skyggnir og er gengin í Fönixregluna. Tonks er hamskiptingur og getur breytt um útlit og hárlit að vild, en stundum breytist hárlitur hennar líka eftir skapi. Faðir Tonks er muggi en móðir hennar er norn, Andromeda Tonks fyrrum Black. Tonks fæddist árið 1973 og fór í Hogwartsskóla árið 1984 og útskrifaðist þaðan árið 1991, árið sem að Harry hóf skólagöngu sína. Tonks er algjör klaufi og sagði Nat í viðtali að hún hefði ákveðið í skyndi að fara í prufurnar og þegar hún kom á prufustaðinn, aðeins of seint þá byrjaði hún á því að hrasa um borð sem var þarna og fljúga á hausinn. Nat fékk hlutverkið og var hæstánægð, þrátt fyrir að hlutverkið væri lítið. Natalia lék Tonks í fjórum Harry Potter myndum en í seinustu myndinni voru klippt út setningarnar hennar svo hún sást ekki í nema 10 sekúndur alla myndina.

Nýlegt

Á síðasta ári var frumsýnd skosk mynd sem heitir You Instead og þar lék Nat annað aðalhlutverkið. Á þessu ári kemur út myndin Bel Ami með Robert Pattinson í aðalhlutverki og þar leikur hún Rachel.

Útgáfuár Titill Hlutverk Annað
2002 About a boy Ellie
2005 Doctors Amy Emerson 1 þáttur
2005 The Fine Art of Love: Mine Ha-Ha Vera
2005 Mrs Hendersons Present Peggy
2006 Afterlife Gemma
2007 Harry Potter og Fönixreglan Nymphadora Tonks
2008 Lecture 21 Thomson
2009 Harry Potter og Blendingsprinsinn Nymphadora Tonks
2009 Womb Rose
2010 Harry Potter og Dauðadjásnin - Fyrri hluti Nymphadora Tonks
2011 Harry Potter og Dauðadjásnin - Seinni hluti Nymphadora Tonks
2011 Game of Thrones Osha 4 þættir
2011 You Instead Morello
2012 Bel Ami Rachel Enn í framkvæmd


Heimildaskrá

1. ^ Births, Marriages & Deaths Index of England & Wales, 1916-2005.; at ancestry.com

2. ^ "NATALIA TENA EL EMBRUJO DEL FÉNIX" Nuevo Herald - 13 July 2007

3. ^ "Spanish actress lands role in 'Potter' film" 14 July 2007, Telegram.com

4. ^ "Trailing Tonks" (2007), a featurette on the DVD release of Harry Potter & the Order of the Phoenix

5. ^ George R.R. Martin's blog