Nagornó-Karabak

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Kort sem sýnir staðsetningu Nagornó-Karabak

Nagornó-Karabak er umdeilt land innan landamæra Aserbaídsjan í Suður-Kákasus. Héraðið er fjalllent og skóglent. Héraðið er í reynd sjálfstætt sem Lýðveldið Nagornó-Karabak, en án viðurkenningar alþjóðasamfélagsins sem lítur á Nagornó-Karabak sem hérað í Aserbaídsjan. Rætur þessarar deilu liggja í því að um aldir hafði verið armenskur meirihluti í héraðinu, og þegar Bolsévikar tóku Aserbaídsjan yfir árið 1920 lofuðu þeir að gera Karabak að hluta Armeníu. Vegna samskipta við Tyrkland ákvað Sovétstjórnin þess í stað að gera Nagornó-Karabak að sjálfstjórnarhéraði innan Aserbaídsjan árið 1923. Skömmu fyrir upplausn Sovétríkjanna hófst barátta íbúa fyrir sameiningu við Armeníu sem leiddi til borgarastríðs og stofnun sjálfstæðs ríkis 1991. Samið var um vopnahlé árið 1993.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.