NESU - Félag viðskipta- og hagfræðinema á Norðurlöndum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

NESU eða Nordiska Economie Studerandes Union (á íslensku Félag viðskipta- og hagfræðinema á Norðurlöndum) er félag viðskiptafræði- og hagfræðinema á Norðurlöndunum. NESU er virkt í þremur af Norðurlöndunum fimm: Danmörku, Íslandi og Finnlandi. Allir nemendur sem stunda nám á háskólastigi í viðskipta- eða hagfræði á Norðurlöndunum og Eistlandi eiga rétt á að taka þátt í starfi NESU.

Starfsemi[breyta | breyta frumkóða]

Starfsemi NESU snýst um að leyfa þátttakendum að kynnast öðrum viðskipta- og hagfræðinemum ásamt því að fræðast um hin Norðurlöndin, menningu þeirra og fyrirtæki. NESU nær þessu takmarki með því að halda ráðstefnur, fyrirlestraraðir, skemmtanir og 'sitsfest'.

Ráðstefnur[breyta | breyta frumkóða]

NESU heldur ráðstefnur tvisvar á ári, haustönn og vorönn.

Fyrri ráðstefnur[breyta | breyta frumkóða]

Ár Önn Þema Borg Land
2012 Vor “Keen on Green” Tampere & Jyväskylä Finnland
2011 Haust “Innovations to Revenue” Turku Finnland
2011 Vor “Brand Management” Reykjavík Ísland
2010 Haust “Doing Business in Social Media” Helsinki & Tallinn Finnland & Eistland
2010 Vor “Process Management in different sectors of business” Vaasa Finnland
2009 Haust “Foundation for Boom” Tampere Finnland
2009 Vor “Risk Management” Árósum Danmörk
2008 Haust “Corporate Social Responsibility” Turku Finnland
2008 Vor “Mergers and Acquisitions in the Nordic Markets” Reykjavík Ísland
2007 Haust “Entertainment Business” Helsinki Finnland
2007 Vor “Utilizing Nordic-Baltic Potential” Vilnius Litháen
2006 Haust “Corporate Branding” Árósum Danmörk
2006 Vor “High Performance Through Outsourcing” Tampere Finnland
2005 Haust “International Expansion” Reykjavík Ísland
2005 Vor “Sustainability” Kaupmannahöfn Danmörk
2004 Haust “Baltic Opportunities” Helsinki Finnland
2004 Vor “Change Management“ Árósum Danmörk
2003 Haust “Natural Resources” Reykjavík Ísland
2003 Vor “Managing Mergers & Acquisitions” Turku Finnland
2002 Haust “Entrepreneurship” Árósum Danmörk
2002 Vor “The Viking Firms” Reykjavík Ísland
2001 Haust “Telecommunication enabling business” Helsinki Finnland
2000 Haust “E-business” Árósum Danmörk
1999 Haust “Change Management” Helsinki Finnland
1999 Vor “Research & Development” Reykjavík Ísland
1998 Haust “Personal Development” Árósum Danmörk
1998 Vor “Globalizing Businesses” Turku Finnland
1997 Haust “Future Organizations” Visby Svíþjóð
1997 Vor “Communication in Business Environment” Helsinki Finnland
1996 Haust “Management in the 90s - TQM & BPR” Árósum Danmörk
1996 Vor “Energy in the Nordic Countries” Osló Noregur
1995 Haust “Creativity and Innovations” Vaasa Finnland
1995 Vor “The IT-revolution - Companies get wired” Visby Svíþjóð
1994 Haust “Ísland In International Competition” Reykjavík Ísland
1994 Vor “Management in a Crisis Situation” Turku Finnland

Fyrirlestraraðir[breyta | breyta frumkóða]

Haldnar eru af og til fyrirlestraraðir um málefni núlíðandi stunda, þessar fyrirlestraraðir eru skipulagðar af NESU á hverjum stað fyrir sig.

Skemmtanir[breyta | breyta frumkóða]

Skemmtanir geta verið með ýmsu móti en þú er algengast að það sé í formi sitsfesta. Aðra skemmtanir geta verið skipulögð teiti meðal félagsmanna og .

Sitsfest[breyta | breyta frumkóða]

Í anda sameiginlegra forfeðra okkar, víkinganna, eru haldnar svokallaðar setuhátíðir eða sem í daglegu tali þekkist sem sitsfest. Sitsfest byrja á því að þjóðlegir réttir gestgjafanna eru bornir á borð og eftir matinn eru þjóðardrykkir kneyfaðir. Þegar roði kemst í kinnar sitsfestgesta er tekið til við að syngja skandínavíska söngva og þar á eftir flytur hver hópur skemmtiatriði. Á þessum hátíðum myndast sérstök stemming og margskonar samnorræn tengsl myndast. Sitsfestin eru ómissandi þáttur á ráðstefnum NESU og í starfi NESU.

Aðildarlönd[breyta | breyta frumkóða]

Danmörk[breyta | breyta frumkóða]

Danir hafa verið misvirkir í félaginu síðastliðin þrjú ár. Lítið hefur verið hugað að nýliðun í félögin í Árósum og Kaupmannahöfn. Tilraun var gerð til að setja á laggirnar NESU í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn(CBS). NESU í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn mun einnig vera þekkt sem: NESU-CBS.

Eistland[breyta | breyta frumkóða]

Eistland er nýjast viðbótin í NESU. Viðskipta- og hagfræðisnemar frá Eistlandi tóku fyrst þátt árið 2010.

Finnland[breyta | breyta frumkóða]

Finnar hafa verið til fyrirmyndar þegar kemur að NESU starfsemi undanfarin ár, enda er hún sú virkasta á Norðurlöndunum. NESU er virkt í langflestum háskólum þar sem kennd er viðskipta- og/eða hagfræði.

Ísland[breyta | breyta frumkóða]

Á Íslandi er að finna ófáa viðskiptaháskóla og því leiðinlegt að segja frá því að einunig er einn skóli virkur á Íslandi. Viðskiptafræðinemar við Háskóla Íslands eru virkir í NESU.

Noregur[breyta | breyta frumkóða]

Viðskiptaháskólar Noregs hafa ekki verið virkir í nokkurn tíma.

Svíþjóð[breyta | breyta frumkóða]

Þrátt fyrir mikinn fjölda viðskiptaháskóla í Svíþjóð er enginn þeirra virkur þátttakandi í NESU.