Núbía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Núbískir pýramídar í Meróe.

Núbía er stórt landsvæði sem nær yfir syðsta hluta Egyptalands og Norður-Súdan. Til forna var Núbía nokkrum sinnum sjálfstætt konungsríki. Síðasta sjálfstæða konungsríki Núbíumanna leið undir lok árið 1504. Íbúar Núbíu töluðu áður núbísk mál sem eru grein af nílar-saharamálaættinni. Nú talar um hálf milljón Núbíumanna tungumálið nobii en nánast allir tala einnig egypsku eða súdönsku.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.