Myndbandsdómgæsla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dómari skoðar skjá í MLS í Bandaríkjunum.

Myndbandsdómgæsla, skjádómgæsla, vídeódómgæsla eða VAR (enska: video assistant referee, stytting: VAR) er þegar dómarar notast við myndbönd af atvikum og heyrnartól og hljóðnema í hópíþróttum til að komast að niðurstöðu í dómum er varða leikinn.

Knattspyrna[breyta | breyta frumkóða]

Tilraunir með VAR voru gerðar einna fyrst í efstu deild Hollands, Eredivisie, árið 2014. Sepp Blatter fyrrum stjóri FIFA var mótfallinn VAR en arftaki hans Gianni Infantino sem tók við árið 2016 var þeim mun jákvæðari.

Innleiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Myndbandsdómgæsla var fyrst notuð í efstu deild í Ástralíu árið 2017. Sama ár var hún notuð í Bundesliga í Þýskalandi, Serie A á Ítalíu, MLS í Bandaríkjunum og árið eftir í La Liga á Spáni. Á Englandi hefur hún verið notuð frá árinu 2017 í bikarkeppnum en ákveðið var að nota VAR í ensku úrvalsdeildinni fyrst tímabilið 2019-2020. Skjádómgæsla verður einnig innleidd í Meistaradeild Evrópu sama tímabil. [1].

VAR var notað á HM 2018 í Rússlandi í fyrsta sinn á heimsmeistararamóti.

Á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Myndbandsdómgæsla var fyrst notuð í umspilsleik Íslands og Rúmeníu (fyrir EM 2021) í október 2020.

Notkun[breyta | breyta frumkóða]

VAR er notað í þessum tilvikum:

  • Mörk og hvort brot hafi verið í undanfara þeirra, svo sem rangstaða eða líkamlegt brot.
  • Vítaspyrna. Hvort brot feli í sér víti.
  • Rautt spjald. (Aðrar villur er ekki hægt að skoða og ekki annað gult spjald á leikmann)
  • Röng kennsl borin á leikmann þegar gefið er spjald. Hvort leikmaðurinn sé sá sem í raun framdi brotið sem felur í sér gult eða rautt spjald.

Bæði aðaldómari leiks og VAR dómarar í skjáherbergi geta átt frumkvæði að samskiptum til að fara yfir atvik. Dómari getur þá farið yfir atvikið á skjá ef þess þarf. Hann gefur þá merki og teiknar eins konar ramma/skjá með höndum.

Handbolti[breyta | breyta frumkóða]

Á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Haustið 2018 var samþykkt að; dómarar leikja geta nýtt sér myndbandsupptökur til lokaákvörðunar um dóma í leikjum sem eru í beinni sjónvarpsútsendingu sé slíkt í boði. Þá eru atvikin meðal annars: Hvort bolti fer yfir marklínu, hvort tími sé runninn út, óíþróttamannsleg atvik, hvort leikmanni skuli refsað og hvort skipting sé röng. [2]

Körfubolti[breyta | breyta frumkóða]

Í NBA hefur myndbandsdómgæsla verið notuð í lok leikja til að skera úr um vafaatvik. Aðallega í lok leikja. Hægt er að notast við takmarkaðan fjölda atvika.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi knattspyrnugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Skjádómgæsla innleidd í ensku úrvalsdeildina Rúv, skoðað 19. nóv, 2018.
  2. Hvenær eiga dómarar að nota myndbandsupptökur? Rúv, skoðað 9. mars, 2018.