Musto Performance Skiff

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Musto Skiff á undanhaldi

Musto Performance Skiff er 4,55 metra löng, mjög hraðskreið flatbotna einmenningskæna. Hún er með vængi, masturstaug og bugspjót fyrir gennaker. Hún var hönnuð árið 1999 af Joachim Harpprecht fyrir prófanir fyrir nýja ólympíukænu árið 2000 þar sem hún vann allar keppnirnar.

Musto Skiff nær meira en 20 hnúta hraða og er þannig einn af hraðskreiðustu einmenningsseglbátum sem til eru.