Muhammad Ali

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ali, 1967

Muhammad Ali (fæddur Cassius Marcellus Clay, Jr.; 17. janúar 1942, dáinn 3. júní 2016) var bandarískur hnefaleikamaður.

Ali náði fyrst athygli íþróttaheimsins þegar hann varð ólympíumeistari í hnefaleikum í Róm árið 1960, þá í léttþungavigt, og hét enn Cassius Clay. Fjórum árum síðar vann hann fyrsta heimsmeistaratitilinn af þremur sem atvinnumaður, og þá í þungavigt, er hann lagði Sonny Liston að velli. Þá var hann aðeins 22 ára gamall og fáir höfðu trú á að honum tækist að leggja Liston að velli, sem ekki hafði tapað atvinnubardaga fram að því. Ali snerist til íslamstrúar og breytti nafni sínu.

Ferill sem boxari

Ali var fæddur í Louisville í Kentucky. Þegar Ali var aðeins 12 ára byrjaði hann að æfa box. Fyrsti þjálfari hans hét Joe Martin, þá starfandi lögregluþjónn og þjálfaði hann Ali þangað til að hann fór í atvinnumennsku.

Fyrsti bardagi Ali var árið 1954 sem hann vann eftir dómaraúrskurð.

Árið 1963 barðist Muhammed Ali um heimsmeistaratitilinn í þungavigt við Henry Cooper og vann Ali bardagann og varð þá heimsmeistari í fyrsta sinn.  Ali og Bob Foster börðust í Nóvember árið 1972 í nevada í Bandaríkjunum. Ali vann bardagann með því að rota Foster í áttundu lotu.

1971 tapaði Ali sínum fyrsta bardaga á atvinnuferlinum gegn Joe Frazier. Þremur árum síðar heimti hann titlinn aftur úr hnefum George Foremans í frægum bardaga í Kinshasa í Zaíre, sem nú heitir Lýðstjórnarlýðveldið Kongó.

Í mars 1975 barðist Ali gegn Chuck Wepner í Richfield Coliseum í Ohio og vann Ali bardagann þegar hann rotaði Wepner í fimmtándu lotu.

Árið 1981 barðist Ali gegn Trevor Berbick sem var 27 ára en Ali var þá 39 ára. Ali tapaði þessum bardaga með dómaraúrskurði eftir 10 lotur og var þetta síðasti bardagi hans.[1]

Ali vann 56 af 61 bardaga á atvinnumannaferlinum. Hann var útnefndur íþróttamaður aldarinnar af BBC og bandaríska tímaritinu Sports Illustrated.

Barátta fyrir jafnrétti

Ali var friðarsinni og árið 1967 gagnrýndi hann Víetnamstríðið og neitaði að gegna herþjónustu. Var hann þá dæmdur í fimm ára fangelsi, sviptur keppnisleyfi í þrjú og hálft ár, sem og heimsmeistaratitlinum. Ali gekk laus gegn tryggingu og eftir fjögur ár var sakfellingu hans var hnekkt einróma af hæstarétti Bandaríkjanna. Á þessum tíma var Ali mjög áberandi í hreyfingu svartra manna gegn mismunun í Bandaríkjunum. Að hann skyldi hafa neitað inngöngu í bandaríska herinn vakti mikla athygli. Sagði Ali meðal annars að:  „...ef þú hefur ekki mjög góða ástæðu til að drepa, þá er stríð rangt. “[2]

Endurkoma í hringinn

Í október 1970 var Ali leyft að keppa aftur í hnefaleikum en var ekki lengur í keppnisformi. Fæturnir báru hann ekki eins hratt og áður og viðbragðsflýti ekki eins gott.

Þrátt fyrir þetta sigraði Ali í fyrstu tveimur endurkomubardögum sínum, gegn Jerry Quarry og Oscar Bonavena. Í mars 1971, skoraði hann á Joe Frazier, sem hafði orðið þungavigtarmeistari í fjarveru Ali frá hringnum. Bardaginn vakti mikla athygli og var kallaður bardagi aldarinnar. Frazier vann bardagann með úrskurðir dómara eftir 15 lotum.

Andlát

Hann lést eftir stutta sjúkrahúslegu vegna veikinda í öndunarfærum árið 2016. Hafði hann árið 1984 greinst með Parkinsonsveiki. Ali kvæntist í fjórgang og lét eftir sig sjö dætur og tvo syni. Laila Ali, dóttir hans, gerðist hnefaleikakona þrátt fyrir mótmæli Ali. [3]

Tilvísanir

  1. Smyth, Rob (5. júní 2016). „Muhammad Ali: all of his 61 fights as a professional“. The Guardian (bresk enska). ISSN 0261-3077. Sótt 17. apríl 2024.
  2. „Muhammad Ali | Biography, Bouts, Record, & Facts | Britannica“. www.britannica.com (enska). 5. apríl 2024. Sótt 15. apríl 2024.
  3. Muhammad Ali látinn Rúv. skoðað 4. júní, 2016.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.