Mouvement panique

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mouvement panique („paníska hreyfingin“) var samband listamanna sem Fernando Arrabal, Alejandro Jodorowsky og Roland Topor ásamt fleirum stofnuðu í París árið 1962. Hreyfingin var stofnuð sem viðbragð við því hvað súrrealisminn var orðinn viðurkenndur. Listamennirnir reyndu því að skapa áhrif með því að ganga fram af fólki með óvæntum og oft ruglingslegum gjörningum. Þeir voru undir áhrifum frá Antonin Artaud og leikhúsi grimmdarinnar. Meðal þess sem þeir gerðu var að krossfesta hænur, skera gæsir á háls, setja upp risastóra vagínu og leika morð á rabbína.

Jodorowsky gerði kvikmyndina Fando y Lis eftir leikriti Arrabals árið 1968 og Arrabal og Topor unnu saman að kvikmyndinni Viva la muerte árið 1971. Jodorowsky leysti hópinn formlega upp árið 1973 eftir að Arrabal gaf út ritgerðina Le panique.