Motur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Motur var einhverskonar höfuðdúkur (kvenna). Um motur er fátt vitað enda er hann ekki nefndur í íslenskum sögum öðrum en Laxdælu og er honum því stundum lýst sem höfuðbúnaði kvenna úr hvítu lérefti:

Hún (Ingibjörg) tekur þar úr motur hvítan, gullofinn, og gefur Kjartani og kvað Guðrúnu Ósvífursdóttir helst gott að vefja honum að höfði sér „og muntu henni gefa moturinn að bekkjargjöf. Vil ég að þær Íslendinga konur sjái það að sú kona er eigi þrælaættar er þú hefur tal átt við í Noregi“.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.