Morgunkorn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Maísflögur í skál.

Morgunkorn er spónamatur sem er búinn til úr korni, borðaður sem hluti morgunmatar. Yfirleitt er það borðað kalt og með mjólk eða vatni, en stundum er jógúrti bætt við. Undantekningar eru haframjöl og hafragrautur sem eru borðuð heit. Það eru margar tegundir morgunkorns og fyrirtæki svo sem Kellogg’s, Quaker Oats, Nestlé og General Mills markaðssetja morgunkorn fyrir fólk á öllum aldri.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.