Mjölnir (íþróttafélag)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mjölnir er íþróttafélag sem var stofnað 2005 og sérhæfir sig í bardagaíþróttum. Félagið notaðist við sal við Mýrargötu 2-8 til ársins 2011[1] en þá vék hann fyrir hóteli og félagið flutti á Seljaveg 2.[2] Félagið heldur árlega bardagaíþróttamótið Mjölnir Open og árið 2009 unnu félagsmenn Mjölnis til flestra verðlauna á Íslandsmótinu í brasilísku jiu-jitsu.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi bardagaíþróttargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.