Menntaskólinn í Kópavogi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Menntaskólinn í Kópavogi
Stofnaður
Skólastjóri Margrét Friðriksdóttir
Nemendafélag NMK
Staðsetning Digranesvegi 51, 200 Kópavogur
Gælunöfn MK
Gælunöfn nemenda Mkingar


Menntaskólinn í Kópavogi (oft skammstafað sem MK) er íslenskur menntaskóli, staðsettur við Digranesveg í Kópavogi. Skólinn var settur í fyrsta sinn 22. september 1973 af Ingólfi A. Þorkelssyni, skólameistara 1973-1993. Í skólanum eru um 1300 nemendur, og skiptist skólinn í þrjár megindeildir, bóknáms-, matvæla- og ferðamálasvið. Skólameistari Menntaskólans í Kópavogi frá 1993 hefur verið Margrét Friðriksdóttir.

Félagslíf[breyta]

BEMKÍGÁFER[breyta]

1993 var BEMKÍGÁF (Bekkjakeppni MK í gáfumannaleik) fyrst haldið að frumkvæði Jóhannes Birgis Jenssonar, spurningakeppni milli bekkja. Hún er enn við lýði og er árlegur atburður. Sama ár var tölvuleikjaklúbbur stofnaður, á þessum tíma var engin nettenging í skólanum og tölvukostur flestra heimavið mun verri en í skólanum. Þar sátu margir við um helgar og spiluðu tölvuleiki í tölvuverinu fram eftir nóttu, þökk sé liðsemi húsvarðar og tölvukennara.

MORMÍK[breyta]

Haustið 2004 var MORMÍK (Mælsku- og rökræðukeppni Menntaskólans í Kópavogi) fyrst haldin að frumkvæði Jóns Inga Stefánssonar, þáverandi forseta málfundafélags MK. Síðan hefur keppnin verið haldin árlega og stækkað ár frá ári.

Gettu betur[breyta]

Menntaskólinn í Kópavogi hefur einu sinni unnið sigur í Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, árið 1989. Árin 2004 til 2006 skipuðu Jón Ingi Stefánsson og Víðir Smári Petersen liðið. Árið 2004 var liðsfélagi þeirra Egill Óskarsson, en árin 2005-2006 slóst Eiríkur Knudsson í hópinn. Leikárin 2007 og 2008 skipuðu liðið Andri Þorvarðarson, Eiríkur Knudsson og Ingvi Þór Sæmundsson. Árið 2009 skipuðu liðið Ingvi Þór Sæmundsson, Bjarni Þór Sigurbjörnsson og Unnur Hólmfríður Brjánsdóttir. Unnur er fyrsta og eina stelpan til þess að taka sæti í liði MK frá upphafi.

1994[breyta]

MK tapaði gegn Verzlunarskólanum í síðari útvarpsumferðinni. Liðið skipuðu Bjarni Benjamínsson, Snorri Freyr Dónaldsson og Jóhannes Birgir Jensson.

1995[breyta]

MK fékk flest stig allra skóla í hraðaspurningum í útvarpskeppninni og vann báðar viðureignir þar örugglega. MK tapaði gegn Verzlunarskólanum í fyrsta leik átta-liða úrslita í sjónvarpinu eftir bráðabana. Viðureignin fór fram í Smáranum og athygli vakti að áður en keppni hófst tilkynnti dómarinn að reglum hefði verið breytt og pass yrði nú tekið sem endanlegt svar. Þrjú stig töpuðust í hraðaspurningunum sökum þessara reglubreytingar sem kom flatt upp á óviðbúin liðin. Liðið skipuðu Bjarni Benjamínsson, Snorri Freyr Dónaldsson og Jóhannes Birgir Jensson.

2004[breyta]

MK hóf keppni gegn Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu, Hornafirði. Lauk viðureigninni með sigri MK-inga, 25-19. Í annarri umferð keppninnar það ár keppti liðið gegn Fjölbrautaskóla Suðurnesja og vann stórsigur 32-8. Lið MK var þar með komið í 8-liða úrslitin í Sjónvarpinu í fyrsta skipti síðan 2000. Þar drógust drengirnir gegn Borgarholtsskóla, og fór sú viðureign fram þann 11. mars 2004. Lið MK beið þar lægri hlut, 32-18.

2005[breyta]

Mannabreytingar urðu á MK-liðinu veturinn 2004-5, Egill Óskarsson var hættur, en í hans stað kom nýneminn Eiríkur Knudsson, sem áður hafði keppt fyrir hönd Snælandsskóla í GetKó, spurningakeppni félagsmiðstöðvanna í Kópavogi.

MK hóf keppni gegn Kvennó, og endaði keppnin með sigri MK-inga, 17-12. Því næst var röðin komin að liði FB, en sú viðureign endaði með sigri MK, 22-14. MK var þar með komið í 8-liða úrslit annað árið í röð. Lið MK dróst gegn liði Verzlunarskóla Íslands, og fór keppnin fram þann 16. febrúar 2005. Leikar enduðu svo að Verzlunarskólinn sigraði, 19-15.

2007[breyta]

Mannabreytingar urðu aftur á MK-liðinu veturinn 2006-2007; Víðir Smári Petersen og Jón Ingi Stefánsson voru báðir hættir, en við af þeim tóku Andri Þorvarðarson og Ingvi Þór Sæmundsson, sem áður höfðu verið varamenn. Tóku þeir Víðir og Jón Ingi þá við þjálfun liðsins.

MK hóf keppni gegn Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra og vann sigur, 20-8. Í annarri umferð mætti skólinn Menntaskólanum Hraðbraut, og endaði sú viðureign með sigri MK, 23-19. Liðið komst þá í sjónvarpskeppnina (þ.e. 8-liða úrslit) og tókst lið MK þar á við lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Lið MK sigraði þar með 27 stigum gegn 17. Því næst var röðin komin að liði Menntaskólans við Hamrahlíð, en sú viðureign endaði með sigri MK, 33-31, eftir bráðabana. Lið MK mætti svo liði Menntaskólans í Reykjavík í úrslitum þar sem MR sigraði með 29 stigum gegn 27 eftir bráðabana.

Tenglar[breyta]


Fyrri:
Menntaskólinn í Reykjavík
Sigurvegari Gettu betur
1989
Næsti:
Menntaskólinn við Sund