Melina Kanakaredes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Melina Kanakaredes
Melina Kanakaredes, 2009
Melina Kanakaredes, 2009
Upplýsingar
FæddMelina Eleni Kanakaredes
23. apríl 1967 (1967-04-23) (56 ára)
Ár virk1987 -
Helstu hlutverk
Eleni Andros Cooper í The Guiding Light
Stella Bonasera í CSI: NY
Dr. Sydney Hansen í Providence

Melina Kanakaredes (fædd Melina Eleni Kanakaredes, 23. apríl 1967) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í CSI: NY, The Guiding Light og Providence.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Kanakaredes fæddist í Akron, Ohio í Bandaríkjunum og er af grískum uppruna, ásamt því að vera altalandi á grísku.

Kanakaredes stundaði nám við Ohio State háskólann í tónlist, dansi og leikhúsi en fluttist síðan yfir til Point Park College. Útskrifaðist hún frá Point Park College í Pittsburg, Pennsylvaníu með B.A. gráðu í leiklistum.[1]

Kanakaredes fluttist til New York eftir útskrift þar sem hún reyndi fyrir sér sem leikari í Broadway leikritum.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta hlutverk Kanakaredes var í kvikmyndinni Carts frá árinu 1987. Síðan þá hefur hún leikið í nokkrum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.

Fyrsta hlutverk Kanakaredes í sjónvarpi var í sjónvarpsþættinum The Guiding Light sem Eleni Andros Spaulding Cooper frá 1991-1995. Var hún tilnefnd tvisvar sinnum til Emmy verðlauna fyrir hlutverk sitt.

Frægustu hlutverk hennar í sjónvarpi er fyrir hlutverk sitt sem Dr. Sydney Hansen í Providence frá 1999-2002 og sem Stella Bonasera í CSI: NY frá 2004-2010. Kanakaredes yfirgaf CSI: NY eftir sex þáttaraðir.[2]

Hefur komið fram í kvikmyndum á borð við: The Long Kiss Goodnight, 15 Minutes og Percy Jackson & the Olympians: The Lightning Thief

Kvikmyndir og sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1987 Carts ónefnt hlutverk
1994 Bleeding Hearts Daphne
1996 The Long Kiss Goodnight Trin
1998 Dangerous Beauty Livia
1998 Rounders Barbara
2001 15 Minutes Nicolette Karas
2010 Percy Jackson & the Olympians: The Lightning Thief Athena
2012 Percy Jackson & the Olympians: The Sea of Monsters Athena
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1991-1995 The Guiding Light Eleni Andros Cooper 47 þættir
1995 Due South Victoria Metcalf 3 þættir
1995 New York News Angela Villanova ónefndir þættir
1995 NYPD Blue Benita Alden 5 þættir
1997 Leaving L.A. Libby Galante 6 þættir
1997 The Practice Andrea Wexler 2 þættir
1998 Oz A.D.A. Marilyn Crenshaw Þáttur: Great Men
1998 Saint Maybe Rita Sjónvarpsmynd
1999-2002 Providence Dr. Sydney Hansen 96 þættir
2004 CSI: Miami Stella Bonasera Þáttur: MIA/NYC Nonstop
2005 Into the Fire Catrina/Sabrina Hampton Sjónvarpsmynd
2004-2010 CSI: NY Stella Bonasera 140 þættir


Verðlaun og tilnefningar[breyta | breyta frumkóða]

Daytime Emmy verðlaunin

  • 1995: Tilnefnd sem leikkona í aukahlutverki í drama seríu fyrir The Guiding Light
  • 1994: Tilnefnd sem ung leikkona í aðalhlutverki í drama seríu fyrir The Guiding Light

Soap Opera Digest verðlaunin

TV Guide verðlaunin

  • 2001: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki í drama seríu fyrir Providence
  • 2000: Verðlaun sem uppáhalds leikkona í drama seríu fyrir Providence

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Past Distinguished Alumni“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. febrúar 2008. Sótt 10. apríl 2011.
  2. „US: Melina Kanakaredes leaves CSI: NY“. The Spy Report. Media Spy. 13. júlí 2010. Afrit af upprunalegu geymt þann júlí 16, 2010. Sótt apríl 10, 2011.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]