Mel Gibson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mel Gibson
Fæddur
Mel Colmcille Gerard Gibson

3. janúar 1956 (1956-01-03) (68 ára)
ÞjóðerniBandarískur
StörfLeikari
Ár virkur1976–nútid
MakiRobyn Moore (1980–2011)
skildi
Börn9
ForeldrarHutton Gibson

Mel Colm-Cille Gerard Gibson (f. 3. janúar 1956) er bandarískur leikari og leikstjóri. Hann er best þekktur fyrir leik sinn sem Max Rockatansky í fyrstu þremur myndunum í Mad Max seríunni og sem löggan Martin Riggs í Lethal Weapon myndunum. Fæddur í New York en flutti með foreldrunum til Sydney í Ástralíu þegar hann var 12 ára. He stofnaði framleiðslufyrirtækið Icon Entertainment, með leikstjóranum Atom Egoyan. Leikstjórinn Peter Weir fékk hann sem einn af aðalleikurunum í myndina Gallipoli (1981), um fyrri heimsstyrjöldina sem hann fékk verðlaun fyrir ("Best Actor Award" frá Australian Film Institute).

Árið 1995 framleiddi hann, leikstýrði og lék aðalhlutverkið í Braveheart og vann sem leikstjóri "Golden Globe Award for Best Director" fyrir þá mynd, og Óskarsverðlaunin "Academy Award for Best Director", og líka fyrir bestu myndina "Academy Award for Best Picture". Hann leikstýrði og framleiddi síðar The Passion of the Christ, dramamynd gerða eftir biblíunni, sem var mjög vinsæl og umdeild mynd.

Eftir lögfræðivandamál og umdeild ummæli féll hann mjög í almenningsálitinu og hvarf af sviðsljósinu. Hann leikstýrði myndinni Hacksaw Ridge (2016), fyrstu myndinni í 10 ár og vann aftur tvö Óskarsverðlaun fyrir "Academy Awards" og tilnefndur fyrir fjögur önnur, m.a. "Best Picture and Best Director", önnur tilnefning hans í þeim flokki.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi kvikmyndagrein sem tengist æviágripi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.