Matthías Þórðarson (þjóðminjavörður)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dr. Matthías Þórðarson (f. 30. okt. 1877 á Fiskilæk í Melasveit, d. 29. des 1961 í Reykjavík) var þjóðminjavörður 1908-1947.

Foreldrar Matthíasar voru Þórður Sigurðsson hreppstjóri á Fiskilæk og kona hans Sigríður Runólfsdóttir. Matthías varð stúdent frá Lærða skólanum í Reykjavík 1898 og stundaði síðan nám við Kaupmannahafnarháskóla til 1906. Hann kom þá heim og varð aðstoðarmaður við Forngripasafnið en var settur fornminjavörður 1. janúar 1908 og skipaður sama ár. Því embætti gegndi hann í rétt tæp 40 ár, eða til 1. desember 1947. Hann var í stjórn Hins íslenska bókmenntafélags frá 1912 til dauðadags og forseti þess síðustu 15 árin.

Fyrri kona Matthíasar var Alvilde Marie Jensen frá Kaupmannahöfn en síðar giftist hann Guðríði Guðmundsdóttur frá Lambhúsum á Akranesi.

Matthías átti hugmyndina að íslenska fánanum, rauður, hvítbryddaður kross í bláum feldi. Hann kynnti hugmynd sína á fundi í Stúdentafélagi Reykjavíkur 27. september 1906.[1]

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Saga íslenska fánans
  Þetta æviágrip sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.