Martinus Thomsen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Martinus Thomsen, gengur undir dulnefninu Martinus (f. 11. ágúst, 1890 – d. 8. mars, 1981), var danskur rithöfundur og dulhyggjumaður.

Martinus fæddist inn í fátæka fjölskyldu og ólst hann upp hjá frænda sínum og frænku. Enginn veit föðurætt hans. Sökum bágra efnislegra aðstæðna hlaut hann aðeins hefðbundna grunnskólagöngu. Hann var lengi starfsmaður í mjólkurbúi.

Árið 1921, þegar Martinus var um þrítugt, segist hann hafa orðið fyrir öflugri andlegri vakningu sem veitti honum innblástur til þess að feta andlega leið. Sú leið fól í sér að skapa alheimsvísindi (d. kosmologi) sem hann lýsir í fjölda bóka. Meginverk hans nefnist Livets Bog (Bók lífsins), sem hefur einnig verið vísað til sem Þriðja Testamentið.

Alheimsvísindi Martinusar er sýn á lífið og tilveruna. Alheimsvísindin innihalda tilvísanir í Jesú Krist en er frábrugðin hefðbundinni kristinni trú.

Eitt af því sem einkennir verk hans eru úthugsaðar táknmyndir eða symbólískar teikningar sem finna má í bókum hand með nákvæmum útskýringum á þýðingu hverrar um sig.

www.martinus.is Martinus.dk