Marorka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Marorka ehf.
Rekstrarform einkahlutafélag
Stofnað 2002
Staðsetning Smáratorgi 3
Kópavogur
Ísland
Starfsemi Orkustjórnun skipa
Vefsíða www.marorka.com

Marorka er íslenskt fyrirtæki sem þróar orkustjórnunarkerfi fyrir skip með það að marki að draga úr olíunotkun skipa og þar með eldsneytiskostnaði og mengun. Fyrirtækið var stofnað í júní árið 2002 og er sprottið af vinnu Dr. Jóns Ágústar Þorsteinssonar, stofnanda og forstjóra fyrirtækisins, við doktorsverkefni sitt í vélaverkfræði frá Álaborgarháskóla.

Marorka vinnur m.a. að:

  • ráðgjafavinnu við nýsmíði skipa
  • greiningu á rekstrarstikum skipa
  • þróun orkustjórnunarhugbúnaðarins Maren

Kerfi frá Marorku hafa verið sett upp um borð í skip af margvíslegum stærðum og gerðum; Fiskiskipum, flutningaskipum og skemmtiferðaskipum.

Árið 2008 var Marorka eitt af 37 norrænum fyrirtækum sem tilnefnd voru til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs.

Marorka er með ISO 9001:2000 gæðakerfi, og er vottað af Det Norske Veritas.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
Rannís
Morgunblaðið
Skip.is - vefur sjómanna
Tækni og vit 2007[óvirkur tengill]
Danish Export Group Association
World Fishing Geymt 10 október 2006 í Wayback Machine

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]