Maria Sibylla Merian

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Málverk af Mariu Merian eftir Jacob Marrel frá 1679.

Maria Sibylla Merian (2. apríl 1647 – 13. janúar 1717) var þýskur náttúrufræðingur og vísindateiknari. Hún var einn af fyrstu evrópsku náttúrufræðingunum sem athugaði skordýr beint. Merian var afkomandi Frankfurt-greinar svissnesku Merian-ættarinnar.

Merian hlaut listræna þjálfun hjá stjúpföður sínum, Jacob Marrel, sem var nemandi kyrralífsmálarans Georg Flegel. Merian gaf út sína fyrstu bók með náttúrumyndskreytingum árið 1675. Hún byrjaði að safna skordýrum sem unglingur. Þegar hún var 13 ára ræktaði hún silkiorma. Árið 1679 gaf Merian út fyrsta bindið af tveggja binda ritröð um lirfur; annað bindið fylgdi í kjölfarið árið 1683. Hvort bindi innihélt 50 myndir sem hún greypti og ætti. Merian skráði upplýsingar um ferli myndbreytingar og plöntuhýsla 186 evrópskra skordýrategunda. Ásamt myndskreytingunum innihélt bók Merian lýsingar á lífsferli þeirra.

Árið 1699 ferðaðist Merian til hollensku Súrínam til að rannsaka og skrá hitabeltisskordýr frá svæðinu. Árið 1705 gaf hún út bókina Metamorphosis insectorum Surinamensium, sem talið er að hafi haft áhrif á marga náttúrufræðinga. Vegna nákvæmra athugana sinna og skrásetningar á myndbreytingu fiðrilda taldi David Attenborough[1] hana meðal mikilvægustu rannsakenda á sviði skordýrafræði. Með rannsóknum sínum uppgötvaði hún margar nýjar staðreyndir um líf skordýra.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Natural Curiosities film, BBC
  2. Kristensen, Niels P. (1999). „Historical Introduction“. Í Kristensen, Niels P. (ritstjóri). Lepidoptera, moths and butterflies: Evolution, Systematics and Biogeography. Volume 4, Part 35 of Handbuch der Zoologie:Eine Naturgeschichte der Stämme des Tierreiches. Arthropoda: Insecta. Walter de Gruyter. bls. 1. ISBN 978-3-11-015704-8.