María Markan og Sigurður Ólafsson - Við eigum samleið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
María Markan og Sigurður Ólafsson syngja
Bakhlið
IM 85
FlytjandiMaría Markan, Sigurður Ólafsson, hljómsveit Jan Morávek
Gefin út1955
StefnaSönglög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

María Markan og Sigurður Ólafsson syngja er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1955. Á henni syngur María Markan lag sitt Þitt augnadjúp og María og Sigurður Ólafsson syngja saman lagið Við eigum samleið. Hljómsveit Jan Morávek leikur undir. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Við eigum samleið - Lag - texti: Sigfús Halldórsson - Tómas Guðmundsson
  2. Þitt augnadjúp - Lag - texti: María Markan - Freysteinn Gunnarsson - Hljóðdæmi