Lurkur (vetur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lurkur eða Lurkavetur eða Þjófur er nafn á harðindavetrinum 1601-1602 en það er einhver harðasti vetur sem þekkist á Íslandi.

Í Ballarárannál segir, að komið hafi fjúk og jarðbönn með hallærum og harðindum, svo að kolfellir hafi orðið um allt landið, en um Jónsmessu á vori hafi enginn gróður verið, og raunar hafi sumarið eftir verið nær graslaust. Í Mannfækkun af hallærum eftir Hannes Finnsson er talað um veturinn 1600-1601.

Í íslensku er talað um að eitthvað hafi gerst árið fyrir hann Lurk, og átt við að það hafi gerst fyrir langalöngu síðan.