Lunds BoIS

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lunds BoIS er fótboltalið í Lundi og er elsta íþróttafélagið í borginni. Það var stofnað árið 1908 undir nafninu Lunds GIF. Nafnið Lunds BoIS var tekið upp árið 1971 eftir að liðinu var steypt saman við Lunds Norra IF og fótboltadeild LUGI. Meistaraflokkur karla spilar í 6. deild Svíþjóðar en meistaraflokkur kvenna í 3. deildinni.
Meistaraflokkur karla spilar leiki sína á Klåstergårdens IP en aðrir flokkar spila á Gunnesbo Gård eða Gunnesbo IP.
Treyjur liðsins eru röndóttar, hvítar og rauðar, stuttbuxurnar eru bláar og sokkarnir hvítir.
Þjálfari meistaraflokks karla er Eimantas Poderis og aðstoðarþjálfari hans er Jan-Erik Andersson.
Þjálfari meistaraflokks kvenna er Peter Csirmaz og aðstoðarþjálfari hans er Kurt Sjödin.