Louisa Matthíasdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Louisa Matthíasdóttir (20. febrúar 191726. febrúar 2000) var íslensk-amerískur listmálari og var af mörgum gagnrýnendum talin vera meðal fremstu listamanna 20. aldarinnar.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Louisa fæddist í Reykjavík. Hún sýndi listræna hæfileika á unga aldri og lærði fyrst í Danmörku. Þangað flutti hún 17 ára gömul og síðar undir Marcel Gromaire í París. Fyrstu málverk hennar, frá lok 4. áratugar 20. aldar, festu hana í sessi sem leiðandi persónu í íslenska framúrstefnusamfélaginu (þar sem margir meðlimir hittust í Unuhúsi). Viðfangsefni málverkanna var málað með breiðum pensli, til þess að leggja áherslu á rúmfræðilegt form. Þessi málverk sýndu mikið af því eðli sem einkenndi þroskuð verk Louisu en þó með minni lit.

Listasafn Reykjavíkur þar sem verk Louisu hafa verið til sýnis

Hún fluttist til New York árið 1942 og því fylgdi tímabil þar sem hún lærði undir Hans Hofmann auk annarra listmálara, til að mynda Robert De Niro, Sr. (föður leikarans) og Jane Freilicher. Árið 1944 giftist hún listmálaranum Leland Bell og nutu þau samstarfs sem einkenndist af gagnkvæmum stuðning þar til Bell lést árið 1991. Fyrsta einkasýning Louisu átti sér stað í Jane Street Gallery í New York árið 1948. Vinna hennar á 6. áratugnum einkenndist af expressjónisma en frá 7. áratugnum til loka ævi hennar þróaði hún og bætti áberandi hreina liti, skipulagða samsetningu og mikla framkvæmd sem hún er þekktust fyrir.

Málverk síðustu þriggja áratuga Louisu innihalda til að mynda íslenskt landslag, sjálfsmyndir og uppstillingum. Landslagsmyndir hennar innihalda oft heillandi stílfærðar útgáfur af íslenskum hestum og kindum. Hún var íslenskur ríkisborgari allt sitt líf, sjónræn einkenni landsins styrkja djarfa meðferð hennar á formi og skýrleika í ljósi. Skáldið John Ashbery lísti niðurstöðunni sem „bragð, bæði milt og beiskt, sem enginn annar listmálari gefur okkur.“[1]

Árið 1996 hlaut Louisa menningarverðlaun American-Scandinavian Foundation og árið 1998 varð hún meðlimur í American Academy of Arts and Letters. Hún lést í Delhi, New York árið 2000, þá 83 ára að aldri. Verk hennar eru sýnd í mörgum einkasöfnum, þar á meðal í Hirshhorn Museum and Sculpture Garden í Washington, D.C. og Listasafni Reykjavíkur.

Fjölskylda[breyta | breyta frumkóða]

Foreldrar Louisu voru Matthías Einarsson læknir og Ellen Johannesen Einarsson. Louisa og eiginmaður hennar, Leland Bell, giftu sig árið 1944 og áttu þau eina dóttur saman, Temmu Bell. Leland er einnig listmálari en er þó sjálflærður. Temma, sem er fædd 1945, býr ásamt eiginmanni sínum og fjórum dætrum í New York. Þar starfar hún sem listmálari líkt og foreldrar hennar.

Verðlaun[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Perl, 1999: 9.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]