Fara í innihald

Liðamót

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Liðamót

Liðamót kallast hreyfanlegar samtengingar beina. Utan um liðamót er bandvefshimna sem kallast liðpoki og í honum er liðvökvi sem smyr liðholið að innan. Vökvinn sér einnig um að flytja næringu til brjósksins á liðflötunum. Liðbönd tengjast svo beinhimnu aðliggjandi beina og takmarka hreyfingu, styðja og auðvelda hreyfinga liðanna.

Liðamót eru flokkuð eftir hreyfanleika. Þetta eru:

  • Renniliðir sem lítið eru hreyfanlegir. Liðfletirnir eru beinir og liðhylkið er þröngt. Dæmi um slíkan lið eru fótrótarliðir
  • Hjaraliðir sem sjá um að beygja og rétta. Þeir samanstanda af liðkefli og liðskál. Þeim til styrktar eru að minnsta kosti tvö liðbönd. Olnboga- og hækilliðir eru dæmi um hjaraliði.
  • Snúningsliðir kallast þeir liðir sem geta snúist um lengdarás aðliggjandi beina Lögun þeirra eru lík lögun hjarliða. Hálsliður er dæmi um snúningslið.
  • Kúluliðir eru þeir liðir sem hafa liðkúlu og liðskál sem geta hreyfst til allra átta. Þessir liðir hafa vítt liðhylki og sjaldan liðbönd. Dæmi um slíka liði eru mjaðmaliður og bógliður.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.