Listi yfir Greek-þætti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þetta er listi yfir alla Greek-þætti, en Greek eru bandarískir sjónvarpsþættir sem voru upphaflega frumsýndur á ABC Family þann 9. júlí 2007.

Yfirlit[breyta | breyta frumkóða]

Eftir að fyrstu 10 þættirnir voru sýndir, var gert hlé á framleiðslu þáttarins vegna verkfalls handritshöfunda. Vegna þess að það átti eftir að sýna seinni hluta 1. þáttaraðar, voru fyrstu 10 þættirnir gefnir út á DVD sem 1. þáttaröð: Fyrsti kafli. Eftir að verkfallinu lauk var seinni helmingur þáttaraðarinnar gefinn út sem 1. þáttaröð: Annar kafli. Þær þáttaraðir sem fylgdu í kjölfarið var einnig skipt til helminga, eða í kafla.

Þáttaröð Fjöldi þátta Frumsýning Lokaþáttur DVD útgáfa
1 22 9. júlí 2007 9. júní, 2008 1. kafli : 18. mars 2008 2. kafli : 30 desember 2008
2 22 26. ágúst 2008 15. júní 2009 3. kafli: 18.ágúst 2009 4. kafli: 9. mars 2010
3 20 31. ágúst 2009 29. mars 2010 TBA TBA
4 10 TBA TBA TBA TBA

Fyrsta þáttaröð 2007-2008[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsti kafli þáttanna fylgist með nýnemanum Rusty Cartwright (Jacob Zachar) þegar hann tekst á við Cyprus-Rhodes háskólann (CRU). Rusty er vísinda-nördi en systir hans, Casey Cartwright (Spencer Grammer), er ein sú vinsælasta í kerfinu. Þegar Rusty ákveður að ganga í bræðrafélag rekast félagslíf þeirra á. Rusty sér þegar kærasti Casey, Evan (Jake McDorman), heldur framhjá henni með Rebeccu Logan (Dilshad Vadsaria), einnig nýnema. Casey nær sér niður á Evan með því að sofa hjá fyrrverandi kærasta sínum, Cappie (Scott Michael Foster), forseta partý-bræðrafélagsins, Kappa Tau, sem Rusty gengur síðan til liðs við. Í gegnum þáttaröðina vinnur Casey í sambandi sínu við Evan og berst við Rebeccu sem reynir að grafa undan því valdi sem hún hefur í ZBZ. Rusty reynir að finna jafnvægi á milli þess að vera í bræðrafélaginu og vera heiðursnemandi í verkfræði, með hjálp frá Casey, Cappie, herbergisfélaganum Dale (Clark Duke), vininum Calvin (Paul James) og fyrstu kærustunni Jen K (Jessica Rose). Asleigh (Amber Stevens) verður vinkona Calvins og lætur óvart meðlimi Omega Chi vita að hann er hommi. Þegar Jen K skrifar grein í skólablaðið sem segir frá öllum leyndarmálum grísku raðarinnar, neyðist Casey til að taka sér sæti forseta systrafélagsins. Rusty hættir með Jen K og Evan hættir með Casey vegna þess að hún ber enn tilfinningar til Cappie.

Annar kaflinn byrjar í fyrstu viku nýrrar annar. Grikkirnir neyðast nú til að hlýða mun strangari reglum en áður og Casey er undir vökulu auga fulltrúa alþjóðanefndar ZBZ, Lizzie (Senta Moses), sem kemur með mun meiri hefðir og reglur inn í systrafélagið. Cappie og Rebecca byrja saman og Evan og Casey læra að vera vinir þar til afbrýðissemi Evans verður fyrir. Casey fyrirgefur Frannie og hleypir enni aftur inn í ZBZ, Rusty syrgir lok fyrsta sambands síns og keppnin milli bræðrafélagana verður til þess að það slitnar upp úr vináttu hans við Calvin. Saga Cappie, Casey, Evans og Frannie er skoðuð í afturlitsþætti. Grískar hefðir eru skoðaðar í öðrum kafla, eins og Hr. Fullkominn (Mr. Purr-fect) keppni, All Greek-boltinn og foreldrahelgi. Allar þessar hefðir leiða til þess að í vorhléinu brotnar Rebecca niður vegna föður síns og segir Cappie til syndanna þegar hún er drukkin, sem verður til þess að Cappie og Casey kyssast á ströndinni og Rusty og Calvin verða aftur vinir.

Þáttur Nr. # Titill Sýnt í USA
1 1 Pilot 9. júlí 2007
Systkinin Casey og Rusty Cartwright ganga í Cyprus-Rhodes háskólann (CRU). Rusty er nýnemi og vísindanördi sem ákveður að ganga í bræðrafélag, en það gerir honum kleift að taka þátt í félagslífi systur sinnar en það gefur þeim tækifæri á að byggja upp samband sín á milli.
2 2 Hazed and Confused 16. júlí 2007
Það er nýnema vika í CRU! Rusty kemst að því að hann þarf að finna jafnvægi á milli bræðrafélagsins og vísindanna og lærir svolítið um hvað það þýðir að vera í bræðrafélagi. Casey og Ashleigh koma ZBZ í vandræði þegar þær niðurlægja Rebeccu Logan. Kappa Tau og Omega Chi takast á í bjór-pong.
3 3 The Rusty Nail 23. júlí 2007
Rusty verður stressaður yfir því að þurfa að finna stelpu til að fara með í partý bræðrafélagsins, en Cappie gerir ráðstafanir svo að "Spitter" muni missa sveindóminn. Á meðan gengur ekki vel í svefnherberginu hjá Evan og Casey, sem hafa ekki sofið saman síðan Evan var henni ótrúr, því hún treystir honum ekki. Calvin og Ashleigh tengjast yfir veisluplönum fyrir partý Omega Chi og Zeta Beta Zeta, en Ashleig misskilur áætlanir Calvins.
4 4 Picking Teams 30. júlí 2007
Omega Chi og Kappa Tau takast á í úrslitaleik bandíkeppninnar og er efast um trúverðugleika Casey þegar upp kemst að hún hafið sofið hjá Cappie í nýnemavikunni. Á meðan reynir Rusty allt sem hann getur til að komast inn á völlinn fyrir Kappa Tau, svo hann og Dale taka saman höndum við að reyna að leysa úr vandræðum Rustys með hjálp vísindanna, en án árangurs. Calvin er tregur til að spila fyrir Omega Chi, þrátt fyrir að faðir hans sé þjálfari liðsins og talar um það þegar Calvin kom út úr skápnum í menntaskóla.
5 5 Liquid Courage 6. ágúst 2007
Strákarnir í Kappa Tau halda hið víðfræga heimkomu-partý en þegar aðalskemmtikrafturinn (lifandi módel af Vesúvíusi) bilar, lendir það á Rusty að bjarga deginum. Rusty platar Dale til að stela vél sem kemur ójafnvægi á andrúmsloftið, til þess að gera við fjallið og vekur hann mikla hrifningu ZBZ-nýnemans Jen K. Casey býr sig undir að hitta foreldra Evasn, sem hafa mun meiri áhuga á því að tengjast dóttur þingmanns, Rebeccu Logan, sem neyðir Evan til að velja á milli þess sem er best fyrir fjölskyldu hans eða sambandið við Casey.
6 6 Friday Night Frights 13. ágúst 2007
Flestir Grikkirnir eru á leik CRU, en aðeins nokkrir nemendur eru eftir á skólalóðinni þegar stormur skellur á. Casey hafði skipulagt náttfatapartý fyrir busana, en Rebecca stelur senunni og gefur í skyn að í húsinu sé draugur stelpu sem fyrirfór sér. Evan og Calvin veiða rottuna í Omega Chi-húsinu en þeir finna líka risastóran snák! Kappa Tau partýið heldur áfram þrátt fyrir storminn, þegar dularfull mótorhjólastelpa ([AnnaLynne McCord]]) kemur á staðinn og dregur Cappie inn í annan heim, en hann kemst síðan að því að þau voru saman í sumarbúðum þegar þau voru lítil og hún hefur verið með hann á heilanum síðan þá.
7 7 Multiple Choice 20. ágúst 2007
Miðannarprófin eru ekki efst á blaði Casey þegar hún glímir við gamlar tilfinningar til Cappie, eftir að Evan tekur sambandið á næsta stig, og snobbaður kærasti Ashleigh kemur til CRU frá Brown og pirrar alla. Það endar á því að ZBZ biður Ashleigh að hætta með Travis (Travis Van Winkle) og kemur það upp á milli Ashleigh og Casey. Á meðan glímir Rusty við það vandamál að komast ekki yfir allt námsefnið fyrir prófið, og lærir hann margar nætur í röð, en að lokum gefst hann upp og leitar hjálpar frá Cappie sem gefur honum númerið hjá svindl-þjónustu.
8 8 Seperation Anxiety 27. ágúst 2007
Það er enn stirt á milli Ashleigh og Casey þegar ZBZ setur saman sýningu fyrir biblíuskóla Dales. Jen K og Rusty lenda í vandræðum þegar Rusty segist elska hana sem leiðir til þess að Cappie fer með Rusty á súlustað og Cappie reynir að komast yfir Casey. Eftir rifrildi við Calvin á stefnumóti, játar Heath að hafa sofið hjá öðrum strák og endar það á því að þeir hætta saman.
9 9 Depth Perception 3. september 2007
Casey og Frannie keppa við hvor aðra um titilinn "Omega Chi Sweetheart", sem reynist mynda gjá í mjög óstöðugu sambandi þeirra. Þetta gæti haft áhrif á stöðu Casey sem forsetaframbjóðenda fyrir næsta ár, þar sem Frannie mun klára fimmta árið sitt í skólanum. Rusty er í ljóma síns fyrsta kynferðislega sambands en afbrýðissemi Dale kastar skugga á það. Til að komast fljótt yfir peninga skráir Cappie sig í sálfræðitilraun og er læstur inni í herbergi með Rebeccu í 30 klukkustundir.
10 10 Black, White and Red All Over 10. september 2007
Þáttur
11 11 A New Normal 24. mars 2008
Þáttur
12 12 The Great Cappie 31. mars 2008
Þáttur
13 13 Highway to Discomfort Zone 7. apríl 2008
Þáttur
14 14 War and Peace 14. apríl 2008
Þáttur
15 15 Freshman Daze 21. apríl 2008
Þáttur
16 16 Move On. Cartwrights 28. apríl 2008
Þáttur
17 17 47 Hours & 17 Minutes 5. maí 2008
Þáttur
18 18 Mr. Purr-fect 12. maí 2008
Þáttur
19 19 No Campus For Old Rules 19. maí 2008
Þáttur
20 20 A Tale of Two Parties 26. maí 2008
Þáttur
21 21 Barely Legal 2. júní 2008
Þáttur
22 22 Spring Broke 9. júní 2008
Þáttur

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „List of Greek episodes“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt ágúst 2010.