Listi yfir þætti Supernatural: Fjórða þáttaröð: 2008-2009

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fjórða þáttaröðin af Supernatural var frumsýnd 18. september 2008 og sýndir voru 22 þættir.

Aðalleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Gestaleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Lazarus Rising Eric Kripke Kim Manners 18.09.2008 1 - 61
Dean vaknar upp í líkistu og hefur verið frelsaður úr helvíti. Á hann gleðilega endurfundi með Sam og Bobby en ekki líður á löngu að þeir byrja að pæla í því hver frelsaði Dean frá helvíti og hvað það vill í staðinn.
Are You There God?It´s Me, Dean Winchester Sera Gamble Phil Sgriccia 25.09.2008 2 - 62
Sam og Dean eru hissa að andar Meg, Henricksen og fleiri birtast allt í einu og saka þá um að hafa mistekist að bjarga þeim. Þótt smá skelkaðir, verða þeir að standa saman til þess að bjarga Bobby, sem er of ringlaður til þess að berjast við reiða drauga tveggja stúlkna sem hann gat ekki bjargað.
In the Beginning Jeremy Carver Steve Boyum 02.10.2008 3 - 63
Dean er sendur til ársins 1973 af Castiel og er hissa að lenda í Lawrence, Kansas. Rekst hann á hin ungu John Winchester og Mary Campell sem nýlega hafa byrjað saman. Castiel lætur Dean vita að hann verður að "stoppa það". Dean kemst að því af hverju Azazel kom til fjölskyldu hans kvöldið sem Mary dó.
Metamorphosis Cathryn Humphris Kim Manners 09.10.2008 4 - 64
Sam og Dean finna mann að nafni Jack, sem er að breytast í Rougarou, skepnu sem breytir manneskju í skrímsli. Sam telur að Jack geti hamið sjálfan sig, á meðan Dean telur að það eina sem hægt er að gera er að drepa hann. Dean uppgvötar að Sam hefur verið nota yfirnáttúrulegu hæfileika sína undir handleiðslu Rubys.
Monster Movie Ben Edlund Robert Singer 16.10.2008 5 - 65
Dean og Sam rannsaka nokkur morð á Októberhátíð. Fyrsta fórnarlambið hefur tannbit, sem líkist vampírubiti, annað fórnarlamb hefur sár sem líkist varúlfs árás. Eftir að múmía rís upp úr hvelfingu sinni, komast þeir að því að Shapeshifter sé í bænum og er að herma eftir vinsælum kvikmyndaskrýmslum. Þátturinn er tekinn upp í svart og hvítu.
Yellow Fever Andrew Dabb og Daniel Loflin Phil Sgriccia 23.10.2008 6 - 66
Sam og Dean rannsaka dularfull andlát manna sem hafa dáið úr hræðslu. Dean sýkist af sömu veiki og hefur aðeins 48 tíma áður en hann deyr. Sam og Bobby verða að finna rótina að vandamálinu áður en veikin drepur Dean og sendir hann aftur til helvítis.
It´s the Great Pumpkin, Sam Winchester Julie Siege Charles Beeson 30.10.2008 7 - 67
Það eru aðeins nokkrir daga til hrekkjavökunnar og bræðurnir rannsaka tvö dularfull dauðsföll í smábæ. Bræðurnir finna galdrapoka og telja að verið sé að fórna fólki til þess að kalla eftir hættulegum djöfli að nafni Samhain.
Wishful Thinking Ben Edlund Robert Singer 06.11.2008 8 - 68
Sam og Dean rannsaka smábæ í Concrete, Washington, þar sem óskabrunnur verður að veruleika. Leikfangabangsi lifnar við, bæjarbúi vinnur í lóttóinu, táningur verður ósýnilegur, strákur sem er lagður í einelti eignast súperstyrk og bæjarnördið eignast heita kærustu.
I Know What You Did Last Summer Sera Gamble Charles Beeson 13.11.2008 9 - 69
Ruby segir Sam og Dean að öflugur djöfull að nafni Alastair er að leita að stelpu að nafni Anna Milton sem getur heyrt öll samtöl englanna. Fara þau af stað til þess að finna Önnu, þegar þau gera það ræðst Alistair á þau og Ruby sleppur með stelpuna. Þar sem Dean telur að þeir hafi verið settir í gildru, ræðst hann á Sam fyrir að treysta Ruby.
Heaven and Hell Eric Kripke J. Miller Tobin 20.11.2008 10 - 70
Sam og Dean komast að því af hverju Castiel og Uriel vilja Önnu dauða. Reyna þeir að hjálpa Önnu við að finna mikilvægan hlut úr fyrra lífi hennar svo henni getur verið bjargað. Á meðan nálgast Alastair og djöflar hans hratt að þeim. Í lokin verður stór bardagi á milli englanna og djöflanna.
Family Remains Jeremy Carver Phil Sgriccia 15.01.2009 11 - 71
Sam og Dean rannsaka veru draugs ungrar stúlku í yfirgefnu húsi. Hlutirnir verða flóknari þegar fjölskylda flytur inn. Bræðurnir ná ekki að koma í veg fyrir að hún flytist inn, en þegar strákurinn er rænt í gegnum vegginn, leita þau til bræðranna um hjálp til þess að finna strákinn.
Chris Angel Is a Douchebag Julie Siege Robert Singer 22.01.2009 12 - 72
Dularfullur dauði leiðir Sam og Dean til borgar sem er full af töframönnum. Rannsókn þeirra leiðir þá að þrem vinum sem voru einu sinni frægir töframenn í gamla daga en hafa verið skiptir út fyrir yngri og meira áberandi töframenn.
After School Special Andrew Dabb og Daniel Loflin Adam Kane 29.01.2009 13 - 73
Sam og Dean fara í dulargervi til þess að rannsaka röð morða í gamla framhaldsskóla þeirra. Rannsóknin ýtir þá til að horfa aftur í tímann og sjá hvernig líf þeirra var í skólanum, þar sem Sam var lagður í einelti á meðan Dean var vinsæll.
Sex and Violence Cathryn Humphris Charles Beeson 05.02.2009 14 - 74
Sam og Dean fara til smábæjar í Iowa, þar sem þrír menn hafa barið konur þeirra til dauða. Bræðurnir komast að því að á bakvið morðin er Siren, skepna sem getur tekið á sig hvaða form sem er.
Death Takes a Holiday Jeremy Carver Steve Boyum 12.03.2009 15 - 75
Sam og Dean rannsaka smábæ þar sem fólk svindlar á dauðanum. Komast þeir að því að dauðinn sjálfur í bænum er horfinn, þannig að þeir leita á náðar Pamelu um hjálp. Hún sendir þá inn í hinn andlega heim til þess að leita svara og komast auglist til auglist við Alastair.
On the Head of a Pin Ben Edlund Mike Rohl 19.03.2009 16 - 76
Einhver er að drepa engla og Castiel og Uriel biðja Dean um að nota hæfileika sína úr helvíti til þess að pynta Alastair til að fá upplýsingar úr honum. Sam hefur áhyggjur af Dean um að hann geti ekki unnið verkið en Dean samþykkir að gera það.
It´s a Terrible Life Sera Gamble James L. Conway 26.03.2009 17 - 77
Vegna óútskýranlegar atburða, þá eru Winchesters bræðurnir orðnir venjulegir menn sem: "Dean Smith" og "Sam Wesson". Hvorugur man eftir fyrra lífi sínu, en eftir að samstarfmenn þeirra byrja að fremja sjálfsmorð og Dean sér draug í spegli, ákveða bræðurnir að vinna saman í því að finna hvað er í gangi, með því að berjast við það yfirnáttúrulega.
The Monster at the End of This Book Julie Siege og Nancy Weiner Mike Rohl 02.04.2009 18 - 78
Sam og Dean verða hissa þegar þeir komast að því að sería af bókum sem kallast "Supernatural" fjallar mjög ýtarlega um líf þeirra.
Jump the Shark Andrew Dabb og Daniel Loflin Phil Sgriccia 23.04.2009 19 - 79
Sam og Dean komast í samband við Adam Milligan sem segist vera sonur John Winchesters. Bræðurnir telja að um djöfla gildru sé að ræða og ákveða að rannsaka málið. En þegar það lítur út fyrir Adam sé raunverulegur sonur John, verður Dean brjálaður yfir því að John hafi haldið því frá þeim og verndað hann frá lífinu sem bræðurnir höfðu alist upp við. Á meðan eru aðrir yfirnáttúrulegir kraftar í gangi, sem mun leiða til átakanlegrar flækju sem hvorki Sam né Dean hafi getað giskað um.
The Rapture Jeremy Carver Charles Beeson 30.04.2009 20 - 80
Castiel heimsækir Dean í draumi og biður hann að hitta sig. Þegar Dean og Sam mæta á svæðið, finna þeir Jimmy- mannslíkama Castiels - og blóð tákn sem er notað til þess að senda engla aftur til himna. Jimmy langar að fara aftur til fjölskyldu sinnar og lifa venjulega lífi, en bræðurnir hafa áhyggjur af öryggi hans þar sem hann var einu sinni engill og djöflarnir vilja örugglega ná honum og fjölskyldu hans.
When the Levee Breaks Sera Gamble Robert Singer 07.05.2009 21 - 81
Dean og Bobby læsa Sam inn í hræðsluherbergi Bobbys svo að hann geti afeitrast af djöflablóðinu. Samt sem áður finnst Bobby á meðan fleiri innsigli eru brotin þá eigi þeir að sleppa Sam svo hann gæti hjálpað þeim að berjast við yfirvofandi heimsendi. Dean er ósammála og leitar að Castiel um hjálp. Castiel sannfærir Dean um að þjóna Guði og englunum, en lætur Sam sleppa eftir að honum er skipað að gera það. Anna er tekin aftur til himna. Sam og Dean hafa stærsta rifrildi sem þeir hafa haft til þessa.
Lucifer Rising Eric Kripke Eric Kripke 14.05.2010 22 - 82
Með heimsendinn nálgandi þá undirbúast Sam og Dean til þess að berjast á mismunandi hátt. Sam tekur saman með Ruby í lokabaráttunni gegn Lilith. Á meðan er Dean rænt af Castiel og Zachariah sem segja honum að tími hans sé kominn til þess að berjast við Lúsifer'. Zachariah segir Dean frá því að englarnir eru ekki að reyna stoppa lokainnsiglið frá því að brotna; starf Deans er ekki að stoppa Lúsífer í því að frelsast, en það mun koma á endanum. Castiel lætur Dean vita að dauði Liliths er loka innsiglið. Dean nær að sannfæra Castiel í að hjálpa sér að strjúka svo að þeir geti stoppað Sam frá því að drepa Lilith, en Dean nær ekki í tíma og Sam drepur hana. Eftir á kemur í ljós að Ruby er óvinurinn og Sam og Dean drepa hana á samatíma og dyrnar til Lúsífers byrja að opnast.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]