Linus Torvalds

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Linus Torvalds

Linus Benedict Torvalds (fæddur 28. desember 1969 í Helsinki í Finnlandi) er finnskur tölvunarfræðingur þekktastur fyrir að hafa skrifað stýrikerfiskjarnann Linux. Linus lærði við Háskólann í Helsinki á árunum 1988 til 1996 og býr nú í Bandaríkjunum.

Hann hefur fengið fjölda verðlauna t.d. 2014 IEEE Computer Society Computer Pioneer Award og 2018 IEEE Masaru Ibuka Consumer Electronics Award.


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.