Lingua Franca Nova

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lingua Franca Nova
Lingua Franca Nova
Málsvæði um allan heim
Heimshluti Plánetan jörð
Fjöldi málhafa >100
Sæti Ekki á meðal 100 efstu
Ætt Tilbúið tungumál
Tungumálakóðar
SIL LFN
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Lingua Franca Nova (skammstafað LFN) er tilbúið tungumál, sem nýtir orðaforða úr frönsku, ítölsku, portúgölsku, spænsku og katalónsku. Höfundur þess er Dr. C. George Boeree, sem var prófessor í sálfræði við Shippensburg University í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Málfræðin er mjög einfölduð og stafsetningin er fónemísk. Tungumálið notar 22 bókstafi, annaðhvort latínustafi eða kýrillíska.

Stafrófið[breyta | breyta frumkóða]

Latneskt letur a b c d e f g h i j l m n o p r s t u v x z
Kýrilliskt letur а б к д е ф г х и ж л м н о п р с т у в ш з
IPA hljóðtákn [a] [b] [k] [d] [e] [f] [ɡ] [h] [i/j] [ʒ] [l] [m] [n/ŋ] [o] [p] [r] [s] [t] [u/w] [v] [ʃ] [z]
Nöfn stafa a be ce de e ef ge hax i je el em en o pe er es te u ve ex ze

Dæmi: Faðir vor[breyta | breyta frumkóða]

Nos Padre
Lingua Franca Nova
Nos Padre ci es en sielo
Tu nom ta es santida
Tu rena ta veni
Tu vole ta aveni
En tera como en sielo
Dona oji nos pan dial a nos
E pardona nos detas a nos
Como nos pardona la detas de otras
E no dirije nos a tenta
Ma libri nos de malia
Amen

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]