Liege (hérað)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Skjaldarmerki Lega í Belgíu
Fáni
Skjaldarmerki
Upplýsingar
Höfuðborg: Liege
Flatarmál: 3.862 km²
Mannfjöldi: 1.053.722 (1. jan 2008)
Þéttleiki byggðar: 273/km²
Vefsíða: [1]

Liege (franska: Liège; hollenska: Luik; þýska: Lüttich) er hérað austast í Belgíu. Það er innan franska menningarsvæðisins í landinu og því hluti af Vallóníu. Austast í Liege býr þó þýskur minnihlutahópur, sem er hluti þýska menningarsvæðisins í Belgíu. Höfuðborg héraðsins heitir sömuleiðis Liege.

Lega og lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Liege er 3.862 km2 að stærð og er því næststærsta hérað Belgíu. Aðeins Lúxemborg er stærra. Íbúar eru um ein milljón talsins. Liege er austasta hérað Belgíu og á landamæri að Þýskalandi, Hollandi og furstadæminu Lúxemborg. Auk þess liggur Liege að héruðunum Limburg í norðvestri, Flæmska Brabant, Vallónska Brabant og Namur í vestri, og loks héraðinu Lúxemborg í suðri. Stór hluti Liege liggur í Ardennafjöllum. Samtals eru fjórir hreppar (arrondissements) í Liege, sem og 84 bæir og sveitarfélög.

Söguágrip[breyta | breyta frumkóða]

Liege sem hérað myndaðist 1795 eftir að franskur byltingarher hafði hertekið Niðurlönd. Svæðið hafði að mestu leyti verið eign furstabiskupanna í borginni Liege, en Frakkar lögðu það furstadæmi niður. Á tímabili var borgin Liege og svæðið í kring innlimað Frakklandi. Eftir fall Napoleons 1815 varð héraðið Liege hluti af konungsríki Niðurlanda og síðar, 1839, hluti af konungsríki Belgíu. Við tap Þjóðverja í heimstyrjöldinni fyrri 1918 voru tvö lítil hérað í Þýskalandi innlimuð í Liege. Það voru svæðin í kringum bæina Eupen og Malmedy. Þannig mynduðust núverandi landarmæri héraðsins. Í nýju svæðunum býr þýskumælandi fólk, þannig að austasti hluti héraðsins tilheyrir þýska menningarsvæði Belgíu. 1940 réðust Þjóðverjar aftur inn í Liege og héldu héraðinu til 1945. Patton hershöfðingi frelsaði borgina. Við það tækifæri dönsuðu íbúar borgarinnar á götum úti og fögnuðu Bandaríkjamönnum. Eftir stríð komst mikill iðnaður á í héraðinu en hefur verið að dala síðustu áratugi. Þó er borgin Liege síðasta borgin í franska menningarsvæðinu þar sem stáliðnaður er enn í gangi.

Borgir[breyta | breyta frumkóða]

Stærstu borgir í Liege:

Röð Borg Íbúar Ath.
1 Liege 194 þúsund Höfuðborg héraðsins
2 Seraing 63 þúsund
3 Verviers 55 þúsund
4 Herstal 38 þúsund

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]