Meginland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Landmassi)

Meginland er hugtak sem er venjulega notað um stórt landsvæði sem myndar andstæðu við eyjarnar í kring. Þannig er talað um „meginland Evrópu“ sem andstæðu við eyjarnar í Norður-Atlantshafi (Bretlandseyjar, Færeyjar og Ísland), en líka „meginlandið“ á Íslandi sem andstæðu við t.d. Vestmannaeyjar og „meginlandið“ Bretland sem andstæðu við Ermarsundseyjar. Hvað telst meginland fer því eftir samhenginu hverju sinni.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

„Af hverju er Ástralía meginland en Grænland eyja?“. Vísindavefurinn.