Lalli Johns (kvikmynd)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lalli Johns
LeikstjóriÞorfinnur Guðnason
Leikarar
Frumsýning30. mars, 2001
Lengd138 mín.
Tungumálíslenska
AldurstakmarkLeyfð

Lalli Johns er kvikmynd um smáglæpamanninn Lalla Johns. Þorfinnur Guðnason fylgdi Lalla eftir í nokkurn tíma til að mynda hann við daglegt amstur. Myndin vakti mikla athygli árið 2001 þegar hún var sýnd í Háskólabíó við mun meiri aðsókn en íslenskar heimildamyndir eiga að venjast í kvikmyndahúsum. Í myndinni fylgjumst við með Lalla þar sem hann flækist á milli kráa, Litla Hrauns og félagsstofnanna. Næst ætlar hann þó að bæta sig, hætta að dópa, drekka og brjóta af sér. Árið 2001 hlaut Þorfinnur Guðnason, leikstjóri myndarinnar Menningaverðlaun DV fyrir kvikmyndagerð.

  Þessi kvikmyndagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.