Lagarfljótsormurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Lagarfljótsormurinn er vatnaskrímsli sem talið er, samkvæmt þjóðsögum, að lifi í Lagarfljóti á Fljótsdalshéraði. Ormsins er fyrst getið í annálum árið 1345 og má lesa um hann í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar.

Í vatni eins og Lagarfljóti geta plöntuleifar sem hafa safnast saman og rotnað á vatnsbotninum myndað mýrargas og gosið upp í dökkum, bogamynduðum strók. Það er svipað fyrirbrigði og hrævareldar yfir mýrum. Það, ásamt því að í vatninu eru klapparhryggir sem vatn brýtur á kann að útskýra sögur um Lagarfljótsorminn.[1]

Tilvísanir[breyta]

  1. Hlustað eftir lægsta punkti Íslands,Þjóðviljinn, 179. tölublað (13.08.1958), Blaðsíða 3