Lófótveiðin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lófótungar á veiðum 1899

Lófótveiðin er árstíðarbundin þorskveiði undan strönd Nordlands í Norður-Noregi. Hún stendur frá febrúar til apríl en á þeim tíma gengur þorskurinn inn að ströndinni til að gjóta. Fram til um 1940 var Lófótveiðin aðaltekjulind fiskimanna í Norður-Noregi. Gotsvæðið nær frá Loppehavet í norðri að Þrændalögum í suðri, en mikilvægustu veiðisvæðin eru í Vestfjorden, milli Lófóten og Salten í Nordland. Frá lokum 18. aldar og fram yfir aldamótin 1900 voru súðbyrtir Nordlandsbátar og Árfjarðarbátar notaðir við þessar veiðar. Þeir voru því kallaðir „lófótungar“ á Íslandi, en slíkir bátar voru líka gerðir út til línuveiða á Austfjörðum um tíma.

Tröllafjarðarorrustan er heiti á atviki 6. mars árið 1890 þegar gufuskip á dragnótarveiðum reyndi að útiloka trébátana frá þorskveiðinni innst í Tröllafirði á Lófóten.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.