Kristlaug María Sigurðardóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kristlaug María Sigurðardóttir eða Kikka er íslenskur rithöfundur sem hefur skrifað bækur, útvarpsleikrit, sjónvarpshandrit og kvikmyndahandrit. Ávaxtakarfan er með þekktari verkum hennar og hefur leikritið verið sett upp margoft á Íslandi, bæði hjá atvinnuleikhópum og ekki síður hjá áhugamannaleikfélögum og skólum. Auk þess hefur verið framleidd kvikmynd um Ávaxtakörfuna og sjónvarpsþáttaröð sem var sýnd á Stöð 2 haustið 2013. Kikka rekur eigið framleiðslufyrirtæki, Galdrakassann ehf.