Kosningabarátta Samfylkingarinnar fyrir Alþingiskosningarnar 2016

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki Samfylkingarinnar

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir var ráðin kosningastjóri flokksins í byrjun ágúst en hún hafði áður starfað fyrir kosningabaráttu Bill de Blasio borgarstjóra New York.

Staða flokksins[breyta | breyta frumkóða]

Stefnumál og áherslur[breyta | breyta frumkóða]

Val á framboðslista[breyta | breyta frumkóða]

Reykjavíkurkjördæmi[breyta | breyta frumkóða]

Samfylkingarfélagið í Reykjavík ákvað að halda rafrænt flokksval til að skipa á listana í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur 8.-10. september. Frambjóðendur munu bjóða sig fram á einn lista og byggt á því munu efstu frambjóðendurnir fá að velja á milli þess að taka sæti í Reykjavík norður eða suður. Niðurstöður flokksvalsins munu vera bindandi fyrir 8 efstu sætin og mun kjörstjórn svo skipa hin sætin og mun hún byggja val sitt á niðurstöðunum í hinum sætunum. Reglur flokksins kveða á um að jafnt hlutfall kynja skuli skipa lista flokksins og auk þess mun einn af þremur efstu frambjóðendunum á listanum vera yngri en 35 ára.[1]

Össur Skarphéðinsson og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir höfðu skipað efstu sætin á listum flokksins í höfuðborginni í kosningunum 2013 og sóttust þau bæði eftir endirkjöri.

Frambjóðandi Sæti sem sóst er eftir Úrslit
Össur Skarphéðinsson 1.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir 1.
Eva Baldursdóttir 2-3.
Auður Alfa Ólafsdóttir 3-4.
Þórarinn Snorri Sigurgeirsson 4-6.
Helgi Hjörvar 1.
Valgerður Bjarnadóttir 1-2.
Sigurður Hólm Gunnarsson 2-3.
Magnús Már Guðmundsson 3-4.
Steinunn Ýr Einarsdóttir 3-4.
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir 3.

Suðvesturkjördæmi[breyta | breyta frumkóða]

Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður og ráðherra flokksins, sækist áfram eftir oddvitasætinu á lista flokksins.

Ákveðið var að halda flokksval í Suðvesturkjördæmi þar sem allir skráðir flokksmenn í kjördæminu gátu boðið sig fram og kosið á milli frambjóðenda. Flokksvalið mun fara fram 8.-10. september í gegnum bæði rafræna og hefðbundna kosningu. Niðurstöður flokksvalsins munu vera bindandi fyrir fjögur efstu sætin á listanum, en kjörstjórn mun skipa hin sætin og mun byggja val sitt á niðurstöðunum í hinum sætunum. Reglur flokksins kveða á um að jafnt hlutfall kynja skuli skipa lista flokksins og auk þess mun einn af þremur efstu frambjóðendunum á listanum vera yngri en 35 ára.[2]

Fyrir kosningarnar 2013 hafði Árni Páll Árnason, þáverandi formaður flokksins, leitt listann í Suðvesturkjördæmi og tilkynnti hann um ákvörðun sína um að sækjast áfram eftir oddvitasætinu þann 17. ágúst 2016.[3] Hann sagði ákvörðun sína byggja að hluta til á því að bæði Katrín Júlíusdóttir og Magnús Orri Schram ætluðu ekki aftur í framboð og ljóst væri að gríðarlegu endurnýjun myndi vera á listanum. Þann 19. ágúst tilkynnti Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar og einn af stofnendum Dögunnar, að hún hefði skráð sig í flokkinn og byði sig fram í fyrsta eða annað sæti á listanum.[4] Margrét Gauja Magnúsdóttir og Sema Erla Serdar voru líka í framboði um annað sætið á listanum, en báðar höfðu verið í framboði til varaformanns á Landsfundinum fyrr á árinu en þá lutu þær í lægra haldi fyrir Loga Einarssyni.[5] Símon Birgisson, fyrrum formaður Ungra jafnaðarmanna, bauð sig svo fram í 3. sætið á listanum en hann hafði ekki áður boðið sig fram í prófkjöri flokksins.

Frambjóðandi Sæti sem sóst er eftir Úrslit
Árni Páll Árnason 1.
Margrét Tryggvadóttir 1-2.
Símon Birgisson 3.
Guðmundur Ari Sigurjónsson 3.
Margrét Gauja Magnúsdóttir 2.
Sema Erla Serdar 2.

Norðvesturkjördæmi[breyta | breyta frumkóða]

Suðurkjördæmi[breyta | breyta frumkóða]

Norðausturkjördæmi[breyta | breyta frumkóða]

Kjörstjórn skipaði framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Logi Einarsson, varaformaður flokksins og bæjarfulltrúi á Akureyri, skipaði fyrsta sætið á listanum. Kristján Möller sem var oddviti flokksins í kosningunum 2013 bauð sig ekki fram til endurkjörs og hlaut heiðurssæti flokksins á listanum.

  1. Logi Már Einarsson – Akureyri
  2. Erla Björg Guðmundsdóttir – Akureyri
  3. Hildur Þórisdóttir –  Seyðisfjörður
  4. Bjartur Aðalbjörnsson – Vopnafjörður
  5. Kjartan Páll Þórarinsson – Húsavík
  6. Silja Jóhannesdóttir – Raufarhöfn
  7. Bjarki Ármann Oddsson – Eskifjörður
  8. Magnea Marinósdóttir  – Þingeyjarsveit
  9. Úlfar Hauksson  – Akureyri
  10. Ólína Freysteinsdóttir  – Akureyri
  11. Pétur Maack – Akureyri
  12. Sæbjörg Ágústsdóttir – Ólafsfjörður
  13. Arnar Þór Jóhannesson – Akureyri
  14. Eydís Ásbjörnsdóttir  – Eskifjörður,
  15. Almar Blær Sigurjónsson  – Reyðarfjörður
  16. Nanna Árnadóttir  – Ólafsfjörður
  17. Arnór Benónýsson – Þingeyjarsveit
  18. Sæmundur Pálsson – Akureyri
  19. Svanfríður I. Jónasdóttir  – Dalvík
  20. Kristján L. Möller  – Siglufjörður

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Fréttatilkynning frá Samfylkingunni um flokksval í Reykjavík Geymt 31 ágúst 2016 í Wayback Machine, 19. ágúst 2016. Skoðað 21. ágúst 2016.
  2. Fréttatilkynning frá Samfylkingunni um flokksval í Suðvesturkjördæmi Geymt 11 september 2016 í Wayback Machine, 19. ágúst 2016. Skoðað 21. ágúst 2016.
  3. Mbl.is (17. ágúst 2016), Árni Páll vill leiða listann, skoðað 20. ágúst 2016.
  4. Hringbraut (19. ágúst 2016), Margrét býður sig fram fyrir Samfylkinguna, skoðað 20. ágúst 2016.
  5. Þórunn Elísabet Bogadóttir (19. ágúst 2016), Fjögur í framboði til forystu í Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi, Kjarninn. Skoðað 20. ágúst 2016.