Kjötkveðjuhátíðin í Ríó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sýningaratriði sambaskólans GRES Mocidade Independente de Padre Miguel árið 2006

Kjötkveðjuhátíðin í Ríó er kjötkveðjuhátíð sem haldin er á hverju ári og dregur að sér yfir hálfa milljón gesti. Hátíðin sjálf stendur í nokkra daga en undirbúningur í langan tíma í sambaskólum sem keppa um besta atriðið í skrúðgöngu hátíðarinnar.

Uppruni[breyta | breyta frumkóða]

Hátíðin er upprunnin úr kaþólskum hefðum, kjötbindindi sem hófst á öskudegi, síðasta degi fyrir lönguföstu. Þegar Brasilía var portúgölsk nýlenda tíðkuðust götukarnival þar sem svörtum pipar, eggjum, kolum, vatni og fleiru hent í fólk en það karnival varð með tímanum fágaðra og um miðja 19. öld var fólk farið að henda ilmvatnskúlum, sítrónuilmpokum og brauði.

Undir lok 20. aldar eru grímur og grímuböll tekin upp og skrautvagnar keyra um götur og á götum er dansaður evrópski dansinn polki. Í upphafi 20. aldar rann polkinn saman við dans frá afkomendum þræla frá Vestur-Afríku og úr varð sambadanstakturinn sem er eitt aðaleinkenni hátíðarinnar.

Árlega voru samdir sambasöngvar sem voru þjóðfélagsgagnrýni og sögur um menn og málefni. Snemma á 20 öld voru stofnaðir sambaskólar sem undirbúa ljóðabálka fyrir hátíðina sem tengjast einhverju málefni, skapa danshreyfingar fyrir dansara og takta fyrir ásláttarsveitina og bar fánadrottning og kóngur fána skólans og setja upp skrautvagna sem skreyttir eru miðað við þema ljóðabálksins.

Karnivalið í dag[breyta | breyta frumkóða]

Karnivalið í Ríó var tekið af götunum og flutt á sérstakan sýningstað, Sambódrómo höll sem byggð var árið 1984 og eru þar stórir áhorfendapallar sitt hvoru megin við stóra breiðgötu og eftir þessari götu fara sýningarlið sambaskólanna og er keppt um besta atriðið. Í hverjum sambaskóla er mörg þúsund manna sýningarlið og hefur hver skóli 90 mínútur til að sýna sitt atriði og eru gefin stig fyrir frammistöðu. Sýningin stendur alla nóttina og sjónvarpað beint frá henni.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]